Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 33
RÉTTUR
33
stundum áður en hann skildi við. Ég átti þennan heiður
því að þakka, að við vorum einlægir vinir frá fornu fari.
Honum hafði verið gefið svefnlyf, og er hann vaknaði
og frétti, að ég væri staddur í húsinu, vildi hann endi-
lega fá að sjá mig. „Mér þykir vænt um þig. . . . Mér
þykir vænt um þig“ — hvíslaði hann, um leið og hann
tók í hönd mér. Ó, hve vinur minn var nú orðinn tærð-
ur. Þessi smávægilega áreynsla þreytti hann. Hann lok-
aði augunum aftur, en hélt fast um hönd mér, og slitr-
ótt orð komu frá skrælnuðum vörunum.
Hvaða orð voru það? Þau hin sömu, er verið höfðu
uppistaðan í lífi hans og starfi. „Góðvild", hvíslaði hann,
„góðvild. . . . Við þörfnumst góðvildar .... Og réttlætis
.... Það er ekki. . . . nóg um réttlæti. . . . í heiminum."
Orðin dóu út á vörum hans. En það, sem hann var að
leitast við að segja, sýndi hvað honum var hugstæðast:
„Já. . . . Og góðvild!. . . . Við þurfum .... réttlæti ....
réttlæti og jafnframt góðvild. . . .“
Svo kallaði hann á konu sína veikri röddu: „Marnrna!"
Þetta voru síðustu orðin, sem ég heyrði af vörum
hans, — samt hélt. hann enn um hönd mér og þrýsti hana
hlýlega.
„Fyrir góðvild og réttlæti" — Hefur mikilmenni
nokkru sinni látið eftir sig göfugri og tilhlýðilegri erfða-
skrá?
3