Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 44
44 R É T T U R Vér vitum bezt, hvar skórinn kreppir að, og getum bezt fundið ráð til að bæta úr bágindunum.... Skoðum því þessi hörðu ár, sem send oss af forsjón- inni til að örfa oss og hvetja, hvetja oss til að verða vorir eigin herrar, og þar með vorir eigin læknar. . . .“ Þau ummæli, sem nú hafa verið tilfærð, verða að nægja sem sýnishorn af baráttu Skúla og Þjóðviljans gamla fyrir frelsi landsins. Þess skal þó enn getið, að séra Sigurður Stefánsson í Vigur ritaði margt greina um þetta mál í Þjóðviljann og fylgdi fram hinum sama málstað. Var hann atkvæðamikill styrktarmaður blaðs- ins alla þá stund, sem það kom út á ísafirði. Annað höfuðatriðið í stefnuskrá Þjóðviljans fjallaði um menntun almennings og aukinn pólitískan þroska. Með hverjum hætti vann blaðið að því máli? Þess er fyrst að geta, að þegar í fyrsta árgangi birt- ist merkileg grein um alþýðuskóla á íslandi. Var hún eftir Ögmund Sigurðsson, síðar skólastjóra í Flensborg. Annar árgangur flutti yfirgripsmikla ritgerð eftir séra Jakob Guðmundsson alþingismann, og nefndist hún Al- þýðumenntamálið. Þá skrifaði ritstjórinn sjálfur ýmis- legt um þessi efni. Skúli barðist og mjög ötullega fyrir því, bæði í blaði sínu og á þingi, að ríkisvaldið styddi vísindi og fagrar listir. Einnig var hann mikill hvata- maður þess, að helztu skáldum landsins væri nokkur sómi sýndur og kjör þeirra bætt. Hefur Skúla eflaust verið það ljósara en flestum samtíðarmönnum hans, að þróun vísinda, bókmennta og lista var eitt höfuðskil- yrði alhliða þjóðmenningar og alþýðumenningar sér- staklega. — Barátta Skúla Thoroddsens og Þjóðviljans fyr- ir auknum mannréttindum allrar alþýðu er eflaust sá þáttur í starfi hans, sem mest er um vert, að undan- skildu sjálfstæðismálinu. Fyrst skal ég minnast á kaup- greiðslumál verkamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.