Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 28
JEAN-RICHARÐ BLOCK: Paul Langevin 1872—1946 Paul Langevin er dáinn, og stjórn Frakklands sá um útför hans. Það var dimman desemberdag í nístandi kulda, en tugþúsundir manna fylgdu honum til grafar. í þeirri fylkingu gengu verkamenn og vísindamenn hlið við hlið, búðarstúlkur og prófessorar, og í hælfar há- skólaborgara komu verkalýðssamtökin með fána sína. Hversu mátti þetta verða? Starf Pauls Langevins var ekki þess eðlis, að það vekti beint áhuga f jöldans, snyrti hann og ýtti við honum, svo sem verið hafði um verk Pasteurs. Pasteur hafði valdið byltingu í læknavísindun- um, gert útlæga suma þá sjúkdóma, er þjakað höfðu mannkynið, og vakið nýjar vonir um lækningar. En Langevin vann starf sitt í kyrrþey í tilraunastofum og við rannsóknir. Afrek hans lágu á sviðum æðri stærð- fræði og eðlisfræði, þeim er sízt eru aðgengileg. Hugur hans var heima á þeim sviðum, er lágu utan við heyrn- arsvið mannsins og skynjanir hans um tíma og rúm. Þessi eðlis- og stærðfræðingur hefur fengizt við rann- sóknir á segulmagni, para-segulmagni og diasegulmagni, og það var hann, sem kynnti hina sérstæðu afstæðis- kenningu sem og afstæðiskenningu Einsteins í Frakk- landi, og hefur réttilega verið á þetta bent af þeim, sem um hann hafa ritað. Má vel svo að orði kveða, að með honum og Albert Einstein hafi rýnin og greinandi hugs- un komizt á sitt hæsta núverandi stig. En hvað er í þessu, er hrifið gæti fjöldann eða ýtt við honum? Við skulum huga að iðnaðar- eða hernaðar- legri hagnýtingu á einhverri af uppfinningum Langevins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.