Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 28
JEAN-RICHARÐ BLOCK:
Paul Langevin 1872—1946
Paul Langevin er dáinn, og stjórn Frakklands sá um
útför hans. Það var dimman desemberdag í nístandi
kulda, en tugþúsundir manna fylgdu honum til grafar.
í þeirri fylkingu gengu verkamenn og vísindamenn hlið
við hlið, búðarstúlkur og prófessorar, og í hælfar há-
skólaborgara komu verkalýðssamtökin með fána sína.
Hversu mátti þetta verða? Starf Pauls Langevins var
ekki þess eðlis, að það vekti beint áhuga f jöldans, snyrti
hann og ýtti við honum, svo sem verið hafði um verk
Pasteurs. Pasteur hafði valdið byltingu í læknavísindun-
um, gert útlæga suma þá sjúkdóma, er þjakað höfðu
mannkynið, og vakið nýjar vonir um lækningar. En
Langevin vann starf sitt í kyrrþey í tilraunastofum og
við rannsóknir. Afrek hans lágu á sviðum æðri stærð-
fræði og eðlisfræði, þeim er sízt eru aðgengileg. Hugur
hans var heima á þeim sviðum, er lágu utan við heyrn-
arsvið mannsins og skynjanir hans um tíma og rúm.
Þessi eðlis- og stærðfræðingur hefur fengizt við rann-
sóknir á segulmagni, para-segulmagni og diasegulmagni,
og það var hann, sem kynnti hina sérstæðu afstæðis-
kenningu sem og afstæðiskenningu Einsteins í Frakk-
landi, og hefur réttilega verið á þetta bent af þeim, sem
um hann hafa ritað. Má vel svo að orði kveða, að með
honum og Albert Einstein hafi rýnin og greinandi hugs-
un komizt á sitt hæsta núverandi stig.
En hvað er í þessu, er hrifið gæti fjöldann eða ýtt
við honum? Við skulum huga að iðnaðar- eða hernaðar-
legri hagnýtingu á einhverri af uppfinningum Langevins.