Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 13

Réttur - 01.01.1947, Page 13
'RÉTTUR 13 næðist. Formanni minnsta flokksins, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, þeim stjómmálamanni, sem einna minnst er virtur allra íslenzkra stjórnmálamanna, og það ekki að ástæðulausu, var svo falið að mynda stjórn. Verkefnið átti að vera að hrófa saman stjórn gömlu þjóðstjórn- arflokkanna með stuðningi afturhaldsaflanna í landinu. Til málamynda var Sósíalistaflokknum boðið að taka þátt í þeim viðræðum. Sósíalistaflokkurinn losaði Stefán Jóhann við allar áhyggjur út af því með því að hafna því þegar í stað og skal ég nú skýra frá ástæðunum. Sósíalistaflokkurinn hafði átt nokkrar viðræður við fulltrúa Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins til þess að ganga úr skugga um það, hvort stjórnarsamstarf þessara flokka væri hugsanlegt á þeim grundvelli, sem ég hef lýst hér að framan og Sósíalistaflokkurinn hlaut að gera að skilyrði, hver sem í hlut ætti. Það var erfitt að fá nokkrar málefnalegar umræður. Alþýðuflokkurinn krafðist þess, að fyrst væri ákveðið, hver skyldi vera forsætisráðherra. Annað virtist ekki skipta máli frá sjónarmiði Stefáns Jóhanns. Sósíalistaflokkurinn kvaðst mundi fallast á þá eðlilegu skipan, að stærsti flokkurinn hefði forsætisráðherra, nema samkomulag yrði um ann- að, en Alþýðuflokkurinn krafðist þess að fá forsætis- ráðherra, þó að hann sé minnsti flokkur þingsins. Sósíal- istaflokkurinn taldi, að það gæti komið til mála, ef samkomulag gæti orðið milli flokkanna um mann. Benti hann á gamalkunnan forystumann Alþýðuflokksins, Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði. Þessu hafnaði Alþýðu- flokkurinn og vildi einn ráða manninum. Átti það vita- skuld að vera Stefán Jóhann. Það var beinlínis móðgun við Sósíalistaflokkinn og verkalýðshreyfinguna í heild sinni að bjóða fram slíkan mann og lýsti Sósíalistaflokk- urinn því þá þegar yfir, að hann mundi ekki taka þátt í stjórn undir forystu hans, blátt áfram af því, að sú stjórn væri fyrirfram dæmd til ófarnaðar og mundi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.