Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 34

Réttur - 01.01.1947, Page 34
GILS GUÐMUNDSSON: Skúli Thoroddsen og Þjóðviljinn Sumarið 1884 gerðist það tíðinda á Isafirði, að sýslu- maðurinn þar, Fensmark að nafni, varð uppvís að all- miklum f járdrætti, og var vikið úr embætti. Við rann- sókn kom í Ijós, að öll embættisfærsla sýslumanns þessa, sem var danskur, hafði verið með endemum. Þurfti rösk- an mann og dugmikinn til að hreinsa til í hreiðrinu, og var til kvaddur Skúli Thoroddsen lögfræðikandídat, sem þá var 25 ára að aldri. Svo stóð á, þegar Skúli kom vestur til Isafjarðar, að menn ýmsir höfðu þá um skeið rætt nauðsyn þess, að koma upp prentsmiðju og blaði þar vestra. Þetta hafði þó setið við umtalið eitt, meðal annars vegna þess, að skorta þótti mann, er vilja hafði og getu til að stjórna blaði. Skúli hafði ekki fyrr setzt að vestra, en honum tókst að sameina þá menn, sem koma vildu upp blaði á ísafirði. Var fé safnað til prentsmiðjukaupa og gekk það greið- lega. Helztir stuðningsmenn Skúla voru Sigurður Stef- ánsson, prestur í Vigur, Gunnar Halldórsson bóndi í Skálavík og Jakob Rósinkarsson bóndi í Ögri. Ýmsir svo- nefndir heldri borgarar á Isafirði lögðu fram nokkurt fé til prentsmiðjukaupanna, þótt það kæmi brátt í ljós, að hugmyndir þeirra um tilgang og stefnu þjóðmálablaðs voru allt aðrar en hugmyndir Skúla Thoroddsen og fylg- ismanna hans. Til þess að reka prentsmiðju þurfti sérstakt leyfi frá stjórnarvöldunum. Landshöfðingi veitti slík leyfi í um- boði íslandsráðherra. Skúli Thoroddsen sótti nú um leyfi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.