Réttur - 01.08.1950, Síða 6
166
RÉTTUR
n.
í Norðurlandi hjörtu hljóðna
við helfregn þá, er sunnan berst.
Á daglegt skap og skynjun manna
legst skuggi þess, sem hefir gerzt.
Og klukkur dynja heima á Hólum,
— og harmur leitar marga stund
á „dóttur“ biskups, séra Sigurð,
og „soninn“, Þórunni á Grund.
í öllum sveitum vitund vakir
um voða þann, er steöjar að:
hið nýja, danska guðsorðs gervi,
sem getur hverfzt í axarblað.
— Á mörgum barði kaþólsk kirkja,
en „kóngsins mekt“ er verri þó.
Og fólkið man hvern frjálsan anda,
sem fyrir lífs þess málstað dó!
Og suður vermenn vaskir stefna,
og venju fremur margir nú.
Þeir skálma hljóða vetrarvegu
og vistir ætla að draga í bú. —
En einhver glóð í augum brennur,
sem ekki á skylt við færi og disk.
— Hvort ætla þeir sér eitthvað meira
í aflahlut en tóman fisk?
ih.
t Görðum kveður konungsmaður
og keyrir sporum gæðing sinn.
— Á næstu grösum þekkist þegar,
að þar fer Kristján — skrifarinn.