Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 36

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 36
196 RÉTTUR lag úr vasa þingmanna. Þær voru teknar af skattgreiðendum, einmitt því fólki, sem verður að sætta sig við að greiða hærra verð fyrir brauðið sitt, mjólkina og kjötið vegna þessara ráð- stafana. Þetta voru mjög hagkvæm viðskipti fyrir matvælakaup- mennina, en útkoman verður þrátt fyrir það heldur óhagkvæm fyrir allan fjölda Ameríkumanna. Ný-malthusarsinnar fullyrða að jörðin geti ekki framfleytt öll- um sem á henni búa vegna þess að íbúafjöldinn aukist ætíð hraðar en matvælaframleiðslan. En samtímis eru stórgróðamennirnir, stjórnendur viðskiptalífsins og agentar þeirra í ríkisstjórnunum önnum kafnir við að eyðileggja matvælin, sem þeir segja að of lítið sé af. Þeir koma með þá röksemd að ekki sé til nægilegt ræktað land í heiminum, en samtímis er verið að minnka akur- lendið. Um slíka hluti þarf ekki að rökræða. Staðreyndirnar tala sínu máli. Væri slíkur glæpur sem viljandi eyðilegging milljóna tonna af kartöflum hugsanlegur í sósíalistisku þjóðfélagi? Það er auðvaldsskipulagið sem eyðileggur bæði sjálfan jarð- veginn og framleiðslu jarðvegsins. Formælendur auðvaldsskipulagsins segja okkur að til þess að losna við hungrið verðum við að losna við hina of mörgu munna, hina hungruðu. En hinir hungruðu eru líklega ekki á þeirri skoðun að þeim sé ofaukið. Og þeir eru stöðugt að sjá það betur og betur að hungrið er hægt að afmá með því að afmá auðvaldsskipulagið. Nei, hungur og fátækt eru ekki óumflýjanlegir hlutir. Það er óþekkt fyrirbæri í löndum sósíalismans og mun hverfa í öllum löndum þegar allar þjóðir starfa að skipulagðri, vísindalegri end- ursköpun náttúrunnar. Og þá mun hinn vinnandi maður geta litið yfir plánetu sína með augum húsbóndans. Auðæfi jarðarinnar eru óþrjótandi Ein af uppáhalds kenningum Malthusar-fylgjenda er sú að þorri allra náttúruverðmæta sem finnast í jörðu, sé að ganga til þurrðar. Þeir spá ekki aðeins hungri í bókstaflegri merkingu, heldur einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.