Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 12

Réttur - 01.08.1950, Side 12
172 RÉTTUR en Þórunn Jónsdóttir á Grund, fædd 1512. Sigurður prestur á Grenjaðarstöðum, yngsti sonur Jóns, kemur og við sögu. En þau systkin voru alls tíu, böm Helgu fylgikonu Jóns, og náðu sjö þeirra fullorðinsaldri, eitt þeirra hafði hún eignazt ógift, fyrr en hún tók saman við Jón prestling Arason 23 vetra gamlan. Það var 1507, sem Jón vígðist prestur að Helgastöðum í Reykjadal. En ári síðar fékk hann Hrafnagil í Eyjafirði og komst þá brátt í röð mikilsmetinna klerka. Gottskálk biskup Nikulásson gerði hann að prófasti Eyfirðinga og síðan að ráðsmanni Hólastóls, og eftir það fór Jón að dveljast langdvölum á Hólum. Tvisvar sendi biskupinn Jón til að reka erindi stólsins erlendis, og tókst það allt giftu- samlega. Síðasta árið, sem Gottskálk lifði, hafði Jón Ara- son veiting á Odda. Hann mun hafa sett þar annan prest fyrir sig til að þjóna kalli, en hafði varla tíma til að flytjast þangað, því að við lát Gottskálks 1520 hófst hörð barátta um biskupskjör Norðlendinga. Jón varð að lokum hlut- skarpastur, vígðist biskup 1524, en það gerðist í fullum fjandskap við Ögmund Skálholtsbiskup, sem stutt hafði annan mann. Þó tókust sættir með biskupum fám ámm síðar, eftir að þeir voru búnir að ógna hvor öðrum með því að draga saman allstóra 'heri á Þingvöllum til að berjast. En þeir skildu loks, að til var miklu háskalegri her, sem ógnaði báðum jafnt. Flóð siðskiptanna var að steypast yfir öll Norðurlönd og hinn germanska þjóðahring. Annarra æviatriða Jóns biskups þarf ekki að geta, nema þegar þau snerta landssögu. Um það orð, sem fór af sonum hans, skal nokkm bætt við, því að markmið biskups síðustu árin vom eigi sízt þau að búa þeim vel í hendur, er hann félli sjálfur fyrir Elli. Ari Jónsson var vel lærður á latínu og prestmenntir, en tók ekki vígslu og gaf sig að lögum. Hann þótti fyrir þeim bræðmm að skörungsskap og var tvítugur eða yngri, þegar hann tók við sýslumannsvöldum í Eyjafirði, raunar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.