Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 61

Réttur - 01.08.1950, Síða 61
RÉTTUR 221 arklerkar og nokkur hluti af leikum furstum og auðugustu aðalsmönnum. Með siðskiptunum stóð aftur á móti allur þorri bænda og verkalýður borganna, lágaðallinn, kaupmenn og iðnað- armenn og hluti af leikum furstum. Það reyndust hvorki vera bændur né réttlætisþyrstir borgarar, verkalýður og lágaðallinn, sem réð mestu um gang málanna í Þýzkalandi, heldur furstarnir. Lúther var furstunum frá upphafi sér- lega geðþekkur. Þessum mönnum varð guðsorð skyndilega mjög hugstætt, þegar þeir sáu, hve feitt var á stykkinu. Sigur fagnaðarerindisins þýddi á þeirra máli eignarnám allra auðæfa kirkjunnar. Öldum saman höfðu furstamir orðið að horfa á það aðgerðarlitlir, að kirkjan rakaði að sér alls konar auðæfum í ríkjum þeirra, en nú kom fram maður, sem réttlætti ránsferð á hendur kirkjunni með orðum bibl- íunnar og vakti eldmóð hjá fólki. Slíkur maður var furst- unum sem engill af himnum sendur og átti skilið að verða þjóðhetja. Nú var svo komið, að kaþólska kirkjan stóð uppi varnarlítil, og fólk lét sig hag ’hennar litlu skipta. Menn daufheyrðust við kalli páfa, þegar hann brýndi þá til varnar gegn Tyrkjum um 1460, og nú gat Lúther hamazt gegn páfadómnum í öruggri vernd þýzku furstanna. Lúther er sjálfur ekkert einstakt fyrirbrigði í sögunni. Hefði hann komið fram aðeins hálfri öld fyrr, hefði hann sennilega einungis vakið eftirtekt nokkurra guðfræðinga, nágranna sinna, en síðan horfið af sviðinu öllum gleymd- ur eins og margir fyrirrennarar hans. „Ég er ruddi, hávaða- samur, uppstökkur og árásagjarn, ég er til þess borinn að berjast við óteljandi skrímsli og djöfla, að hræra stoðir og bylta björgum, höggva upp þyrna og þyrsla og ryðja frumskóga“, segir hann um sjálfan sig, Hann kemur fram í fyllingu tímans, þegar mikil átök áttu sér stað milli stór- velda álfunnar, svo að páfa og keisara vannst lítið tóm til þess að elta ólar við trúvilltan munk úr Ágústínusar- klaustri. \

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.