Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 26

Réttur - 01.08.1950, Síða 26
186 RÉTTUR Ólafur telur, að landsmenn hafi svikið Jón biskup, líkt og Ólafur helgi hafi verið svikinn af Norðmönnum, og harðar hefndir á þjóðinni séu laun þess: Sjálfs hans fólkið svíkja vann. svo vill bókin skýra, það harðar hefndir hlaut. Kaþólskan féll með feðgum. Landsréttindin féllu einnig, og f járkúgun lamaði. Af bréfum biskups og Ara og vísum og fleira má skilja, hve annt þeim var um að verja forn réttindi, grundvölluð á Gamla sáttmála. Þeir skildu, hvert konungsvaldið stefndi, og hötuðu þá þróun og aldrei meir en síðustu stundirnar, dæmdir „af danskri slekt.“ Þegar hin örugga von biskups til eilífðarsælunnar vó ekki meira en svo, að hann hristi af sér prestling með orðunum: „Veit ég það, Sveinki," hafa það verið áhyggjur hans um fram- tíð eftir 1550 og um örlög niðjanna, sem kvöldu hann. Báðir þeir sr. Björn voru sárhryggir að deyja frá lífsskyldum sínum og voru í engu heilögu píslarvottaskapi. Aðferðir þeirra voru ólíkari en markmið beggja. Hinn yngri vildi ná griðum með nauðungareiði, sem hann hefur líklega hugsað sér að þurfa ekki að halda. Hinn eldri gekk með öllum sínum virðuleik og röskleik til 'höggstokks, hafnaði griðum án frelsis, fylgdi kjörorðinu: Aldrei að víkja. Með þeirri aðferð vill oft til, að merkið stendur, þótt maðurinn falli. Hvar mundi standa merki Jóns Arasonar nú? — Ekki fást við því nema óbein svör. En hann, sem var merkisberi hins forna siðar, var samtímis mun róttækari siðskipta- frömuður en hinir lútersku, því að í kvæðinu Ljómum afnam hann hina eilífu útskúfun, lét nægja hreinsunareld og svo miskunn Krists. Merki hans á 20. öld ætti að standa jafnmiklu framar þjóðstjórnum eins og endurlausnartrú hans stóð framar svörtum rétttrúnaði um 1600. Hann trúði því, að skaparinn, sem steypti mönnum og

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.