Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 38
198
RÉTTUR
í Chile væri eini forðinn af bundu köfnunarefni, sem af væri
að taka, og hagfræðingarnir voru búnir að segja fyrir um, að
þegar þessi jarðlög væru þrotin, mundi mannkynið svelta. En
nú á dögum hafa menn fundið aðferð til að binda köfnunarefni
loftsins í verksmiðjum og framleiða úr því áburðarefni.
Með því að nota lélegri tegundir eldsneytis svosem mó og brún
kol getum vér sparað forða vorn af fyrsta flokks eldsneyti eins
og steinkolum og jarðolíu. Einnig efnið Sapropel, hið lífræna lag
sem sest á botninn á stöðuvötnum má hagnýta sem eldsneyti og
jafnvel framleiða úr því mótorbenzín með eimingu. Járn ryðgar
og eyðist við tæringu. Það er þessvegna að stöðugt verður að
vinna fleiri og fleiri milljónir tonna af járngrýti. En það er á
okkar valdi að hægja á þessari eyðingu, hægja á hringrás járns-
ins eins og við höfum hægt á hringrás vatnsins. Ryðfrítt stál er
eitt dæmi þess hver afrek má vinna á þessu sviði.
Auðæfi plánetu vorrar eru óþrotleg. Vér verður aðeins að
læra að meta þau og vernda. Þessi auðæfi eru ekki aðeins falin
í kolum, olíu og járni, heldur í öllum hlutum umhverfis oss —
í sandi, leir, vatni, andrúmsloftinu, sólarljósinu. Og verðmæti
þessara hluta verður því meira því betur sem vér lærum að hag-
nýta þá.
Ótöluleg auðæfi geta orðið að engu í höndum manna sem sóa
arfi feðra sinna. En í höndum hins hagsýna getur jafnvel sandur-
inn og leirinn orðið að auðæfum.
Hvemig mennirnir munu umskapa jörðina.
Sá tími mun koma að hvergi á jörðinni mun maður arðræna
mann og ekki verða framar til orsakir þær, sem valda styrjöldum
og hindra þjóðirnar í að afnema fátækt og hungur.
Þegar þjóðirnar eru lausar við auðvaldsskipulagið, munu þær
loks geta gefið sig að því viðfangsefni að umskapa jörðina eftir-
ir vísindalegri áætlun.
Með árvökrum augum hins hagsýna stjórnanda mun maðurinn
líta yfir heimsálfur sínar og höf, fjallgarða og sléttur og gera