Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 46

Réttur - 01.08.1950, Side 46
206 RÉTTUR heldur einnig höfin. Yfirborð Miðjarðarhafsins er 30 sentímetrum lægra en yfirborð Atlantshafsins og 50 sentímetrum lægra en yf- irborð Svartahafsins. Með því að byggja stíflur yfir Gíbraltarsund og Dardanella sund gætum við látið straumana um sundin inn í Miðjarðarhafið framleiða raforku. Vatnsorkustöðin við Gíbralt- ar mundi ein nægja til að reka dælustöðvar sem þyrftu t.il að veita vatni á þriðja hluta Sahara eyðimerkurinnar. Með því að byggja stíflur í sund og grafa skurði gegnum nes og eyjar mætti breyta stefnu hafstraumanna. Hinum kalda sjó, sem kemur frá íshafinu með Pólstraumnum mætti beina burt frá ströndum landanna, á haf út, en beina heitu straumunum frá hitabeltinu upp að ströndunum. Og þá munu mennirnir einnig hafa sett til gagnlegra starfa þann hluta sólarorkunnar sem hreyfir höfin. Með aðstoð kjarnorkunnar munu mennirnir einnig, þegar tím- ar líða, læra að knýja loftstraumana að láta vilja sínum. Með því að framkalla straumhvirfla yfir íshafinu, með því að eima sjó með atómorku, eða hita upp hið kalda heimskautaloft munu mennirnir hafa stjórn á veðráttunni og búa til temprað loftslag handa heilum meginlöndum. Jörðin notar ekki ætíð orku sólarinnar á þann hátt sem menn kjósa helzt: Það er kannski of heitt í apríl og of kalt í maí. En maðurinn mun verða nógu sterkur til að grípa inn í rás náttúrunnar og jafna á milli hitamagnsins sem fyrir hendi er. Hann mun veita hita til kaldra héraða, en senda kalda loft- strauma til svæða þar sem hitinn er of mikill. Hann mun líta í efnahagsreikning sinn yfir efni og orku og flytja síðan þúsundir rúmkílómetra af vatni, milljónir tonna af efni og biljónir kaloría af hita frá einum stað til annars eftir þörfum. Hvenær sem borgir og verksmiðjur í norðri skorir afl, mun forði þeirra verða aukinn frá stöðvum í suðri, eða ef akr- arnir í austri þurfa vætu, mun það verða sent þangað frá vestrinu. Málmgrýti, kol, olía, salt og steinn mun berast í voldugum straumi frá jarðskorpunni til sjálfvirkra verksmiðja þar sem það verður ummyndað í þá hluti.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.