Réttur - 01.08.1950, Side 64
224
RÉTTUR
í fyrstu velviljaður bændunum og telur margar kröfur
þeirra skynsamlegar, en býður þeim þó að hlýða yfirvöld-
unum samkvæmt boðum heilagrar ritningar. Þegar átökín
hörðnuðu milli bænda og landeigenda, brýnir Lúther furst-
ana gegn þeim og segir: „Þess vegna, kæru herrar, verðið
þér hér að frelsa, bjarga, hjálpa og miskunna yður yfir
veslings mannfólkið. Stingið, höggvið, sláið, drepið, hver
sem getur. Ef þú býður bana þess vegna, þá hrósaðu happi,
því að sælli dauðdaga getur þú aldrei hlotið, því að þá
deyrðu í hlýðni við guðs orð og skipanir og í þjónustu kær-
leikans til þess að leysa náunga þinn úr viðjum helvítis og
djöfulsins.” Síðar skýrir hann afstöðu sína til alþýðunnar
með þessum orðum: „Asnann verður að lemja, og skríln-
um verður að stjórna með ofbeldi.“ Það er táknrænt fyrir
Þýzkaland, að það voru furstarnir, en ekki keisari og alrík-
isvaldið, sem skar upp herör gegn bændabyltingunni, og að
lokum voru bændur sigraðir og brytjaðir niður miskunnar-
laust. Eftir það urðu þeir að þola, hvað sem þeim var boðið,
þangað til hlutur þeirra var réttur í byltingunum um 1800.
Endurskírendahreyfingin var af svipuðum rótum runnin
og bændabyltingarnar. Endurskírendur tóku kenningar
Lúthers mjög bókstaflega um réttindi kristins mans, og
kröfðust þess, að trúnni yrði ekki einungis breytt í sam-
ræmi við boðskap biblíunnar, heldur einnig sjálfu þjóðfé-
laginu. Þeir áttu mestu fylgi að fagna meðal öreigalýðs
borganna, en voru myrtir og píndir hópum saman, og aðal-
borg þeirra, Miihlhausen, tekin herskyldi 1525 og leiðtogi
þeirra Thomas Múnzer, drepinn. Þá er talið að gengið hafi
verið milli bols og höfuðs á endurskírendum sem stjórn-
málahreyfingu.
Bylting borgaranna
Siðabót Lúthers mótaðist endanlega í viðureignunum
við bændur og endurskírendur. Héðan í frá varpaði Lúther