Réttur - 01.08.1950, Side 30
190
RÉTTUR
sína að halda lífinu í eins mörgum mönnum og mögulegt er. Meö
heilbrigðiseftirliti sínu, lækningum og hollustuháttum bera lækn-
arnir ábyrgð á því að fleiri milljónir lifa fleiri ár í aukinni eymd.“
Það lítur því út fyrir að við getum kennt læknunum um hungr-
ið — og meir að segja öllum læknum frá upphafi, eða allt frá
Hippókratesi. Ef þeir létu ógert að lækna fólk, sérílagi fátækt
fólk þá væri kannski ekki „of margir munnar" að seðja.
Frá því að við vorum börn hafa flest okkar stöðugt verið ámynnt
um að drekka ekki óhreint vatn, en herra Vogt er ekki á því að
slíkt beri að forðast. Hans skoðun er að með því að koma á
þeirri „byltingu í heilbrigðismálum“, sem olli því að fólk hætti að
drekka vatn mengað kóleru eða taugaveiki-sýklum, hafi læknarnir
framið glæp gegn mannkyninu. Þessi „hreinlætisbylting", sérstak-
lega sú venja að sjóða drykkjarvatn, framkallaði „útþennslu í
íbúafjölda" þannig að íbúatala heimsins tvöfaldaðist á einni öld.
Kóleru hefur fyrir löngu verið útrýmt í flestum löndum. En
það eru til menn, sem vilja fá drepsóttirnar aftur. Auðvitað vill
ekki herra Vogt fá kóleru fyrir sig eða sitt land. En hversvegna
skyldi maður ekki lofa drepsóttunum að grassera í hinum „of
þéttbýlu“ löndum Asíu og Evrópu.
Að því er Ameríku við kemur, þá hefur herra Vogt hugsað sér
aðra aðferð til að losna við þá sem svelta, nefnilega vönun. „Það
ætti að bjóða mönnum borgun — þyrfti ekki að vera há upphæð,
fyrir að gangast undir þá einföldu skurðaðgerð, sem þarf til að
gera þá ófrjóa." Herra Vogt ræðir þessa hugmynd sína áfram á
þessa leið: „Frá sjónarmiði þjóðfélagsins væri þetta vissulega
æskileg aðgerð á einstaklingum, sem búa við ævilanga fátækt og
margir liverjir auk þess líkamlega og andlega vangefnir, miklu
betra að borga í eitt skipti hverjum manna 50 eða 100 dali, heldur
en að þurfa að sjá fyrir heilli hjörð af afkvæmum þeirra, sem auk
þess mundu hafa tilhneigingar til að viðhalda slappleikanum í
þjóðfélaginu."
Sjálfur Göbbels hefði getað skrifað undir þessi orð. Það var
einmitt álit fasistanna að vönun „úrkastsins" væri hin rétta
lækning við offjölgun fólks. Og þessi mannætu-siðfræði er nú svik-