Réttur - 01.08.1950, Side 62
222
RÉTTUR
Hagsmunabarátta lseisarans
Karl V. keisari hins heilaga rómverska ríkis þýzkrar þjóð-
ar var langvoldugasti fursti álfunnar, meðan hann sat á
veldisstóli. Þessi Habsborgari ríkti yfir Þýzkalandi, Aust-
urrísku erfðalöndunum, miklum hluta Italíu, Niðurlöndum
og nýlendum Spánar í Ameríku. Spánn var aðallandið í ríki
'hans, en bæði sú staðreynd og kapphlaupið milli hans og
Frakka konungs um yfirráðin á Italíu gerði honum nauð-
synlegt að treysta sem bezt sambandið við páfa. Hagsmuna
sinna vegna hlaut Karl keisari því að fylgja kaþólsku kirkj-
unni, en honum var auðvitað lítið gefið um völd páfadóms-
ins. Hann lét m. a. liðsveitir sínar taka Róm herskildi 1527
til þess að sannfæra páfa um, að hann ætti að hlýða sér, en
ekki konungi Frakka.
Þegar svo var komið fyrir páfastólnum, að hann gat
ekki sagt furstum álfunnar lengur fyrir verkum, hófust
átök milli furstanna um yfirráðin yfir páfastólnum, en um
þessar mundir háði keisari og Franz I. konungur Frakka
tvísýna baráttu um völdin yfir kaþólsku kirk junni. Þar sem
málin voru þannig í pottin búin, hlutu þessir furstar að
leggjast gegn öllum hreyfingum siðaskiptamanna í ríkjum
sínum. Siðaskiptamönnum Þýzkalands var þó styrkur að
Franz I. og Tyrkjum, því að þeir réðust báðir á ríki keis-
ara, svo að Karl átti löngum í styrjöldum og varð að berj-
ast á mörgum vígstöðvum, en honum vannst lítið tóm til
þess að beita sér gegn trúarhreyfingu Lúthers. Stjórn
Þýzkalands var einnig þannig háttað, að keisari hafði þar
nauðalítil áhrif. Hann kvaddi saman ríkisþing í Worms 1521
og stefndi Lúther þangað. Lút'her átti þar marga fylgis-
menn, en mikill fagnandi mannf jöldi fylgdi honum til þing-
hallarinnar. Hann þurfti því ekki að óttast bálköstinn. Þing-
ið gerði að vilja keisarans og lýsti hann útlægan og bannaði
kenningar hans og rit, en þar við sat. Keisari hefur varla
látið sér detta í hug, að hann gæti framfylgt þessari sam-