Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 77

Réttur - 01.08.1950, Page 77
RÉTTUR 237 haft. Töldu þeir að ekki yrði við slíkt unað og gekk meiri- hluti þeirra af fundi í mótmælaskyni. Þeir sem eftir urðu samþykktu að bæta mönnum, sem stjómin kvaddi til, við í samninganefndina. Því næst fór stjórnin enn fram á fullt umboð til samninga. Var þá fund- armönnum nóg boðið og kváðu við mótmæli um allan salinn. Sá stjórnin þá þann kost vænstan að taka tillöguna aftur. Nokkru síðar var lögð fram þriðja sáttatillagan til at- kvæðagreiðslu í félögunum, og fylgdu henni eindregin með- mæli stjórnarinnar og aðstoðarmanna hennar. I henni fólst lítil breyting frá fyrri tilboðum en þó heldur til bóta í ákveðnum atriðum. Þótti nú mörgum togarasjómönnum að undir slíkri forustu væri tilgangslítið að halda lengur út í verkfalli þessu, sem orðið var hið lengsta í sinni röð, þeirra sem háð hafa verið hér á landi. Tiliagan náði samþykki en þó með tiltölulega litlum atkvæðamun og var felld í sumum félögum úti á landi. Hafði verkfallið þá staðið á fimmta mánuð. Því lauk 6. nóvember. Helzti munur á nýju kjörunum og hinum fyrri er að tekin er upp 12 stunda hvíld á öðrum veiðum en ísfiskveiðum og kjaragrundvellinum breytt allmjög, en í ýmsum atriðum til ærið vafasamra bóta fyrir sjómenn. Herkostnaðurinn í þessu stríði atvinnurekenda og ríkis- valds gegn sjómönnum, er nú áætlaður fast að 100 milljón- um króna í erlendum gjaldeyri. Þennan herkostnað verður þjóðin að borga. 7. nóv. 1950. Brynjólfur Bjarnason.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.