Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 43

Réttur - 01.08.1950, Side 43
RÉTTUR 203 hægt væri að breyta kolsýrunni í sykur án milligöngu jurtanna, og fá þannig aftur kolefnið úr eldsneytinu sem brennt er. Tækjum til fótósyntesu mætti koma fyrir í kuldabeltunum, þar sem akuryrkja er ýmist mjög erfið eða ómöguleg með öllu. Maður er vanur að hugsa sér að heimskautin fái miklu minni hita frá sólinni heldur en hitabeltið. En reikningar sýna að þegar lengstur er dagur á sumrin fær póllinn 36 prósent meiri sólarhita en miðbaugur. Og þar sem að vísu er miklu kaldara við pólinn hlýtur það að vera snjónum að kenna, sem endur- kastar miklum hluta sólargeislanna, en við miðjarðarlínu soga jurtirnar, jarðvegurinn, og vatnið sólarljósið til sín. Ef komið væri fyrir slíkum sólarljósvinnslustöðvum í heimskautabeltunum, og þessum óbyggðu svæðum þannig breytt í akuryrkjuland án jurta, mætti framleiða þar geysilegt magn af fæðuefnum og hrá- efnum til framleiðslu á gúmmí, plastefnum og vefnaðarvöru. A sumrin þegar nótt er á suðurskautinu væru vinnslustöðvarnar á norðurskautinu settar í gang og á veturnar væru suðurskauts verksmiðjurnar hafðar í gangi. Svæði sem hingað til hafa verið dauð og óbyggileg mundu nú geta framleitt nauðsynjar handa hundruðum milljóna manna. Eg sagði hér á undan að jörðin væri orkumóttakari og orkugeym ir, en hún er líka orkulind í sjálfu sér. Yfirborð jarðarinnar fær 5000 sinnum minni hita innan að frá heitum kjarnanum heldur en frá sólinni. En þó að þessi orka að innan sé lítil borið saman við orkuna sem kemur frá sólinni, er hún samt 50 þúsund sinnum meiri en nemur framleiðslugetu stærsta orkuvers jarðarinnar. Ef borað væri 20—30 kílómetra djúpur brunnur, mundi hitinn á botni hans vera um 500-C. Og ef vatnsstraumi væri stefnt nið- ur í slíkan brunn eða borholu mætti nota sjálfa jörðina sem geysi- legan gufuketil. Ef hægt væri að flytja þannig innri hita jarðarinnar upp á yf- irborðið mætti bræða allan jökulinn af Grænlandi og suðurskauts landinu. Og menn mundu þannig sigrast á hinu eilífu frosti, sem alla tíð síðan á ísöld hefur haldið gríðarstórum svæðum af þurr-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.