Réttur


Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 49

Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 49
RÉTTUR 209 þarfa. Ein af þeim ástæðum er sú að kjarnorka verður vafalaust mikið ódýrari í framtíðinni, en nokkur önnur orka. Frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi mundi þetta virðast fagn- aðarefni; því ódýrari sem orkan er, þeim mun almennari getur notkun hennar orðið. Og ódýra kjarnorku mætti meðal annars nota til að hita upp hús og útrýma þannig ofnunum, opnu eld- stæðunum og kolaeldavélunum. En nú koma umboðsmenn steinkolaiðnaðarins í Ameríku og láta heldur en ekki til sín heyra. Fjögur hundruð milljónir dollara fjár- festing er komin í steinkolanámurnar, sem selja kol til að hita 6 millj. húsa þar sem 35 millj. manna búa. Námueigendur eru kvíða- fullir, þeir eru hræddir um að missa gróða sinn, ef kjarnorkan skyldi verða hættulegur keppinautur steinkolanna. En það eru fleiri haldnir þessum sama ótta. Eigendur olíulinda, raforkustöðva, járnbrauta og skipafélaga eru einnig kvíðandi um sinn hag. Verzlunarráðuneyti Bandaríkjanna lét ekki á sér standa að koma ró á hugina. Eftir að hafa leitað hins viðeigandi álits eðlisfræðinga tilkynnti ráðuneytið að ekki þyrfti að óttast að atómorka kæmi í stað annarra orkulinda í náinni framtíð. Og við þessu er ekkert að segja, nema — að slík er rökfræði auðvaldsskipulagsins. Kjarnorkan getur aukið framleiðslu allra nauðsynja stórkost- lega og gert hana miklu ódýrari jafnframt því að hún gerir mönn- um störfin auðveldari. Og þetta hlýtur að vera miklum meirihluta íbúa jarðarinnar í hag. En þar sem hin stóru auðfélög og einokunarhringar eru ráðandi er merking orða og hugtaka afskræmd. Orðið „gnægð“ fær merk- inguna „offramleiðsla“ og orðið „ódýr“ merkir sama og „kreppa“. Vinnusparandi vélar valda atvinnuleysi og vísindalegar framfarir og uppgötvanir merkja ekki annað en nýjar og fullkomnari að- ferðir til að útrýma mannlegu lífi. Amerískur þjóðfélagsfræðingur að nafni William F. Ogburn skrifar að þróun kjarnorkunnar — „sé líkleg til að hraða enn meir för okkar á leiðinni til ánauðar, eins og nú er talað um, þ. e. að efla og stuðla að myndun framleiðsluhringa og einokunar ........ 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.