Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 40

Réttur - 01.08.1950, Síða 40
200 RÉTTUR á Sahara og Kalahari eyðimerkurnar vatni sem fallið hefur sem regn í hitabeltinu. Meginland Ástralíu er hrjáð af miklum þurrkum sem oft koma mörg ár í röð. En það er gnægð vatns undir yfirborði landsins og allt sem þarf að gera er að bora eftir því. í Indlandi er uppskeran háð regninu sem kemur með monsún- vindinum. í regnlausum árum er landið herjað af hungursneyð. En Indverjar geta komið í veg fyrir hallærin með því að beisla hin óstýrilátu fljót, sem falla um land þeirra frá Himalajafjöllum. Það verður að láta vatnið vinna miklu meira en nú er gert. Sjötíu prósent af allri þeirri orku sem notuð er við hverskonar framleiðslu í Indlandi er vöðvaafl manna og dýra, en orkulind fallvatnanna er því nær ósnert. Sem stendur fást IV2 milljón kílovatta úr Niagara fossum — Það væri hægt að fá 5 milljónir kílóvatta. Stórfljót Afríku falla til sjávar um hallamikið landslag og mynda víða hávaða og fossa. Þessi fljót má virkja. En árnar eru ekki aðeins nytsamlegar fyrir áveitur og aflstöðvar, þær eru einnig samgönguleiðir. Víða í Afríku mætti gera árnar að full- komnum flutningaleiðum með því að sprengja úr þeim þrösk- ulda, en þessar ár falla víða um héruð þar sem allar byrðar eru ennþá bornar af úlföldum og mönnum. Afríka hefur meira en tvöfalt virkjanlegt vatnsafl á við Norð- ur-Ameríku. Þar er að finna víðáttumikið, ósnortið land, vel fallið til ræktunar. Stærð þess lands þar sem gott er undir bú neníur einum og hálfum sinnum flatarmáli allrar Evrópu. Óþrot- legt magn verðmætra jarðefna finnst þar í jörðu. Samt er Afríka kölluð „landið deyjandi“, í skrifum Vogts og hans líka. Þeir halda því fram að í Afríku eins o{* annarsstaðar í heiminum sé um „offjölgun“ að ræða. Vogt setur von sína á tsetse-fluguna og svefnsýkina. Hann skrifar tildæmis: „Tanganjíka-svæðið hefur tvent sér til ágætis — lága íbúatölu og svefnsýki". Hann óttast að „heilbrigðispostular, skordýrafræðingar og læknar" muni ráðast gegn tsetse flugunni með DDT eða öðru skordýraeitri. — Þó að herra Vogt kunni að vera það ógeðfellt mun tsetseflug-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.