Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 20

Réttur - 01.08.1950, Síða 20
180 RÉTTUR sem smákonungar í Kaupmannáhöfn, fyrrum þýzkir léns- menn á Holtsetalandi, kunnu að lenda í við hálfsjálfstæð skattlönd sín. Viðburðir keisaraveldisins ýttu við þeim Is- lendingum, sem þekktu Þýzkaland. Jón Arason var sá þeirra, sem lengst og mest hafði við Þjóðverja skipt og sjálfur farið þangað og sent þangað vandamenn sína oftar en einu sinni. Vorið 1547 var styrjöld hafin milli kaþólskra undir vernd- arvæng keisarans og lúterskra höfðingja, Schmalkaldar- sambandsins. 24. apríl vann keisaraherinn höfuðsigur hjá Miihlberg við Saxelfi, og búizt var við, að í öllum þýzkum smáríkjum yrði kollvarpað hinni lútersku kirkjuskipun. Litlu síðar, snemma árs 1548, lézt Gissur biskup Einars- son, sem komið hafði á þeirri kirkjuskipun í Skálholtsbisk- upsdæmi með stuðningi erlends herliðs, þvert gegn vilja meirihluta Islendinga. Jón Arason brá hart við eftir fráfall Gissurar og hin erlendu tíðindi, sem munu eigi hafa spurzt norður til Hóla fyrr en um seinan var að hef jast nokkuð handa sumarið 1547. Snemma vors var hann kominn vestur yfir Tvídægru, líklega til að kanna vilja Borgfirðinga, og gaf út opið bréf í Kalmanstungu 21. apríl 1548 til allra góðra manna í Skál- holtsbiskupsdæmi, þess efnis, að hann taldi sér skylt og rétt að annast biskupsstjórn þess, unz niðurstaða væri feng- in um nýjan biskup. Sumir hyggja bréfið gert síðar á vori, dagsetninguna ritvillu, en skjótræði biskups í þessu er eigi ótrúlegt. Á prestastefnu um sumarið kusu kaþólskir menn með Jóni biskupi Sigvarð ábóta Halldórsson til biskups yfir Skálholtsstað, en lúterskir menn Martein Einarsson. Báðir sigldu til vígslu, og skipaði konungur, að Marteinn skyldi biskup verða. Sigvarður lézt, án þess að verða aðili í frekari deilum, en Marteinn vígðist og kom úr utanför 1549 til að setjast á Skálholtsstóli. Jón Arason beið ekki aðgerðalaus. Hann ritaði bæði páfa

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.