Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 17

Réttur - 01.08.1950, Síða 17
RÉTTUR 177 Dæmi Teits, sem nefndur var, sýndi mun tveggja réttar- farshugmynda. Þegar Teitur rak í gegn bárðdælskan bónda- son, réttan og sléttan, úr liði Jóns Arasonar á Sveinsstaða- þingi 1522, mælti Jón, að sá maður skyldu „dýrstur borgað- ur verða“ á Islandi, og því kom Jón fram, er hann var orð- inn biskup, þó að helzt til dýrkeypt yrði sjálfum honum. Hugmynd höfðingjastéttarinnar um manngjöld var að meta hinn vegna til f jár eftir því, hverrar stéttar hann var. Hug- mynd Jóns var, að drápsmaður ætti að bæta slíkt víg aleigu sinni, einkanlega auðugi maðurinn. Auk þess taldi hann Teit svo 'harðúðgan, að voði væri sér að gerast f jandmaður hans og sleppa síðan tökum án þess að sigra hann til fulls. Ólafur Rögnvaldsson og Gottskálk, Hólabiskupar, voru fyr- irmynd Jóns í skiptum við stórráðustu fulltrúa höfðingja- stéttarinnar. Bylting 16. aldarinnar var rökrétt afleiðing þess, að reynt var að gera hver glímulok algeran sigur. Djarfræði Jóns um dagana voru mörg, m. a. í deilum við Ögmund biskup, sem var enn óprestlegri í aðferðum. Jóni hlaut að detta það oft í hug, að hann yrði að miða líf sitt og sona sinna við það að sigra eða falla, og einkum eftir að kaþólska kirkjan átti ekki um að velja nema sigur eða hrun. 1 embættisverkum veik Jón biskup aldrei viljandi frá réttum kirkjulögum, en þess utan þóttist hann verða að beita öllum sömu aðferðum og andstæðingarnir. Auðsöfnun var leiðin til valda og nauðsynleg til að geta viðhaldið þeim. Jón biskup auðgaði Hólakirkju í biskupstíð sinni um eignir, sem meta mátti 100 þús. kr. virði eftir verðlagi 1913, og lét eftir sig sjálfur 40 þús. kr. eign eftir sama verðlagi. (P.É.Ó.: Menntir I. 171). Sr. Björn og Ari áttu meiri eignir en hann. Siðbótarmennirnir gerðu mikið úr því, að engir hefðu rakað að sér slíkum auði sem Jón og synir hans. Auður var það nokkur. En þó höfðu verið hér miklu ríkari ættir, svo að manni dettur í hug öfund yfir því, að ný jarðeignaætt skyldi vera að bætast í þeirra hóp, enda gladdi það suma, þegar konungur gerði þessar eignir 12

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.