Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 16
176
RÉTTUR
væru. Hér á landi þurfti kirkjan athafnamenn til forystu.'
Þess vegna gerðu Norðlendingaprestar Jón Arason að bisk-
upi fertugan og hafa eigi enn iðrazt þess. En áhættusöm var
lífsstefna hans fyrir íhaldið, kaþólska trú og klerkastétt.
Viðureign Jóns biskups við mótsnúna 'höfðingja sýnir
aldrei beinlínis stéttamun með þeim og honum, því að hann
tamdi sig í þeirra stétt. Eftir að hann efnaðist, hindraði
ekkert hann í því að rif ja upp ætt sína til hinna mannbor-
legri í landinu. En fyrstu prestskaparár hefur Jón talið
sig greinilega til alþýðunnar og hin félausa fylgikona hans,
sem var að vísu dóttir eins af fimmtíu krökkum Barna-
Sveinbjarnar. Vægðarleysi Jóns við harðsvíruðustu full-
trúa hinnar gömlu höfðingjastéttar eins og Teit Þorleifs-
son hinn ríka, sem hann féfletti að fullu, gæti sýnt alþýðu-
mann, sem mundi úr bemsku, hvar hann langaði til að ná
sér niðri.
Jón Arason gekk í valdabaráttuna á þeirri öld, sem sjálf-
ræði höfðingjanna varð mest, að frátekinni Sturlungaöld.
Konungsvaldið var f jarlægt, máttlítið í bili og þó hægt að
láta það vinna töluvert fyrir mútur, en fátt annars. Lítið
gerði til, þó að þjónar þess væru drepnir hér, Lénharður
fógeti, 1502, Týli Petersen nokkru seinna, að ógleymdum
biskupi dansk-þýzkum, sem Svíar ráku frá Uppsölum og
drekkt var seinast í Brúará. Vegendur þeirra sluppu ó-
hegndir. Af biskupum þurfti að standa bæði ótti og virð-
ing, til þess að gagn yrði að þeim, og fyrirrennarar Jóns á
Hólastóli höfðu beygt til hlýðni háa jafnt og lága.
Sé deilt á kirkjuna fyrir að draga völd undir sig á þeirri
tíð, verður að gefa hinu gaum, að enginn óvígðu höfðingj-
anna gerði neitt alvarlegt til að bæta og styrkja dómsvald
alþingis eða endurskipuleggja ríkisvald á nokkurn þann
hátt, sem að þjóðargagni gæti orðið. 1 þeirri stétt hugsaði
aldrei neinn nema um sjálfan sig. Kirkjunnar markmið voru
að vísu eins eigingjörn, en að sumu leyti miklu hærra stefnt
þar.