Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 55
RÉTTUR
215
þegnar Vesturlanda gera enn í dag. Upp úr öllum guðfræði-
stælunum reis smám saman pólitísk flokkaskipting, sem
einkennt hefur borgaralegt þjóðfélag. Ólga tímabilsins náði
ekki til Austur-Evrópu, því að þar var gangur málanna allur
annar. Rússar urðu að einbeita kröftum sínum til þess að
reka af höndum sér Mongóla og Tartara og voru að koma
fótum undir ríki sitt. Ivan III. stórfursti af Moskvu fékk
dóttur keisarans af Miklagarði fyrir milligöngu páfa og
Þýzkalandskeisara, sem ætluðu að auka áhrif sín austur
þar. En rússneski stórfurstinn fór sínar eigin götur. Hann
neitaði að taka við konungstitli af keisara og sagðist hvorki
þurfa verndar né viðurkenningar nokkurs fursta. Austur-
rómverska heimsveldið var úr sögunni, en tengdir Ivans
III. við síðasta keisara þess, gerðu hann að erfingja tengda-
föðursins. Nýtt heimsveldi var að myndast, og Moskva átti
að verða nýr Mikligarður.
Eins og kunnugt er, á siðabótin upptök sín í Þýzkalandi,
en það væri rangt að álykta af því, að þar hafi trúaráhugi
manna verið svo mikill, að kirkjan hefði ekki getað full-
nægt fólki í því efni. Enda þótt siðbótin verði ekki skilin
nema út frá þeim forsendum, sem ríktu innan þýzku ríkj-
anna, þá er það ekki sönnun þess, að hún sé eitthvað af-
kvæmi þýzks eða germansks anda. Þessi trúarstefna náði
mestri útbreiðslu í germönskum löndum, af því að þjóð-
félagshættir og stjórnarfar var þar með sérstökum hætti,
sem skapaði henni góð skilyrði.
Ef við viljum skilja eðli Lúterstrúarinnar sem þjóðfé-
lagsfyrirbrigðis, verðum við að gera oltkur ljós nokkur at-
riði, sem einkenndu Þýzkaland siðskiptatímans. Þjóðfé-
lagsþróun undanfarinna alda var hægari þar en í öðrum
vestlægum löndum. I Frakklandi og Englandi spruttu upp
tvær stórar verzlunarborgir, París og London, og urðu
miðstöðvar þjóðlífsins. I þessum borgum sátu ríkisstjórn-
irnar, og þar reis upp öflug innlend verzlunarstétt, sem tók
þátt í heimsverzluninni og varð þess umkomin að lána