Réttur - 01.08.1950, Side 5
RÉTTUR
165
Jóhannes úr Kötlum:
/
„YERTÍÐ NORÐLINGA"
[Kvæðið um hefndina eftir Jón Arason og sonu hans, hið eina,
sem ort hefur verið, birtist hér úr „Hrímhvíta móðir“].
I.
- „In manus tuas —“ harmblíð hljóðar
hin hinzta kveðja vökumanns.
Og gullnum tárum sólin sáldrar
á silfurhvita lokka hans. —
Á stokknum hetjuhöfuð liggur,
og höggin falla: eitt og tvö
og þrjú og fjögur, fimm og sex og —
nú fýkur það af bolnum — sjö!
Og herðalotinn hærukollur
í helgri skikkju fórnarblóðs
að brjósti íslands hljóður hnígur,
sem hinzta stef síns eigin ljóðs.
Og enginn bjarmi af biskupsskrúða
né bagli og mítri framar sést,
en aðeins þessi glaði geisli,
sem Grýtu-snáðann vermdi bezt.
Og það er hann, sá glaði geisli,
— hin goðumborna frelsisþrá —
sem allir böðlar ætla að myrða,
— en eðli ljóssins hindrar þá:
Þótt einn sé nár, mun annar fæðast
í öðru koti þessa lands,
og geislans ljómur loga af nýju
í litlum, bláum augum hans.