Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 48
208
RÉTTUR
að velta stórum steini upp fjallshlíð, en steinninn
vallt jafnóðum niður aftur. Nú á dögum verða menn að nota
helming tíma síns til að eyðileggja það sem þeir framleiða á
hinum helmingi tímans. Þannig dæmir heimsvaldastefnan hundr
uð milljóna manna til kleppsvinnu.
Líf, en ekki dauði.
Heimsvaldastefnan er það afl, sem kemur af stað styrjöldum
og rænir fólkið hamingju þess.
Kjarnorkan gæti orðið stórkostlegur ávinningur fyrir mannkyn
ið, en það eru til menn sem gjarnan vilja beita þessu nýja afli
til að eyðileggja heilar borgir og fólkið sem í þeim býr, að með-
töldum gamalmennum, konum og börnum.
í nóvember síðastliðnum ritaði Lawrence R. Hafstad stjórn-
andi tilrauna um iðnaðarnotkun kjarnorkunnar í Bandaríkjunum
grein í tímaritið Bulletin of the Atomic Scientist þar sem hann
fæst við mjög einkennilega útreikninga. Hann reiknar út hvers
„virði“ kjarnorkusprengjan sé miðað við þá eyðileggingu sem
hún getur valdið, og fær geysiháá útkomu. Af því dregur hann svo
þá ályktun að það „borgi sig“ miklu betur að nota kjarnorku í
hernaði en til friðsamlegra þarfa.
Og þar að auki fullyrðir hann að notkun kjarnorku til hag
nýtra framkvæmda séu aðeins loftkastalar, en kjarnorkusprengj-
an sé hinsvegar „raunveruleg".
Jafn réttmæt væri eftirfarandi röksemdafærsla: Eldspýta kost-
ar mjög lítið eins og allir vita. Ef þessi eldspíta er notuð til að
kveikja í stóru húsi getur hún komið til leiðar mikilli eyðilegg-
ingu verðmæta. Og samkvæmt rökfærslu Lawrence Hafstad borg-
ar sig miklu betur að kveikja í húsum með eldspýtum, en að nota
þær til svo óarðbærra hluta eins og að kveikja sér í sígarettu.
Þetta er rökfræði þeirra manna sem eru tilbúnir að kveikja ekki
aðeins í einu húsi heldur í öllum heiminum.
Það eru einnig aðrar ástæður fyrir því að heimsvaldasinnar
reyna af öllum mætti að hindra notkun kjarnorku til almennings-