Réttur - 01.08.1950, Page 71
RÉTTUR
231
til áramóta. — Hinsvegar er enn von á miklum verðhækk-
unum á næstunni.
Sjálfur viðskiptamálaráðherrann 'hefur gefið skýrslu um
árangurinn að því er tekur til aukningar útflutningsfram-
leiðslunnar. Hún er á þessa leið:
Miðað við núverandi gengi var útflutningurinn 1948 690
milljónir króna. 1949 nam hann 504 milljónum og 1950 í
hæsta lagi 450 milljónum. Lækkunin frá 1948 er því 240
millj., eða röskur þriðjungur — og „árangur“ gengisbreyt-
ingarinnar lækkun um að minnsta kosti 54 milljónir króna.
Hér er eingöngu miðað við gengi sterlingspunds. Ef geng-
isbreytingin gagnvart dollara væri reiknuð með, yrði lækk-
unin miklum mun meiri.
TJtflutningur á ísfiski var 24 þús. tonn í lok sept. — en
120 þús. tonn á síðasta ári.
Gengislækkunin átti þó fyrst og fremst að bjarga báta-
útveginum. Árangurinn af þeirri björgun er samkvæmt
skýrslu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hér segir:
Árið 1948 voru framleidd um 26 þús. tonn af þorskflökum
1950 hafa aðeins verið seld 5 þúsund og 4 hundruð tonn,
þar af 1900 tonn á Bandaríkjamarkað 20% undir fram-
leiðsluverði. — Öll framleiðslan í ár er tæpur þriðjungur af
eðlilegri framleiðslu.
19. okt. var haldinn fulltrúafundm’ í Landssambandi út-
gerðarmanna. Var þar gerð samþykkt, þar sem því var lýst
yfir, að vélbátaflotinn yrði alls ekki gerður út á komandi
vertíð að óbreyttum aðstæðum. Var skorað á þing og stjórn
að gera tafarlausar ráðstafanir, til þess að tryggja rekstur
hans. Er þá vandséð hvernig núverandi valdhafar geta
komið auga á önnur úrræði en þessi þrjú: 1. Að Islendingar
hætti að veiða fisk úr sjó á vélbátum, nema í soðið. 2. Að
gengi krónunnar verði stórlækkað að nýju. 3. að lagðar
verði nýjar stórfelldar álögur á almenning til þess að gefa
með fiskinum.
Að sjálfsögðu hefur hinn mikli samdráttur útflutnings-