Réttur - 01.08.1950, Qupperneq 14
174
RÉTTUR
og talinn ágjarn, enda varð hann stórauðugur á hálfum
öðrum áratug, svo sem sjá má af arfleiðsluskrá, er hann
gerði ári fyrir lát sitt, til að reyna að tryggja f járhag barna
sinna, ef hann kynni að farast snögglega, eins og varð.
Jón biskup virðist hafa haft mikið dálæti á þessum synin-
um og engan meir stutt til jarðakaupa og valda. Ljósast
varð það 1550, þegar ábótatignin á Þingeyrum var laus.
Þá fékk biskup Bimi ábótavaldið í hendur, án þess hann
þyrfti að ganga í klaustrið sem munkur, fyrr en hann
kenndi sig færan til „að gefa sig til hreinlífisreglu", eins
og í skjalinu stendur. Ugglaust hafa Marteinn biskup
Einarsson og hans vinir skilið það rétt, að þessi fáheyrða
ábótaveiting með biðtíma eftir vild til munkvígslunnar var
ekkert nema valdabrask og trappa upp í umdeilt biskups-
sæti Skálholts, og skýrir það hatrið, sem þeir höfðu sér-
staklega á'þessum fanganum í Skálholti um haustið.
Sigurður Jónsson, sem biskup kallaði dóttur sína fyrir
skort á baráttuvilja, varð fyrir tvítugt Grenjaðarstaða-
klerkur í umboði eldra bróður síns, sr. Magnúsar, sem hélt
staðinn, en lézt 1534. Sama ár þurfti biskup sendimann til
erkibiskups í Noregi og til ýmissa erinda í Þýzkalandi. Til
þess kaus hann Sigurð, þótt vandinn væri mikill, og fékk
honum erindisbréf, sem duga skyldi 3 ár, ef störfin krefðu
svo Iangs tíma. Menntaför var það einnig. Sigurður kom út
ári síðar, kanúki Þrándheimsdómkirkju að nafnbót og með
umboð handa föður sínum til að hafa landstjórn í Norð-
lendingafjórðungi í nafni ríkisráðs Noregs, meðan tefðist
konungsval eftir Friðrik I. látinn, og hafði sjálfur fengið
erkibiskupsveitingu fyrir Grenjaðarstöðum, sem voru bezt
brauð norðan lands. Sigurður fékk kvonfang ágætt sem
bræður hans og sat í kyrrðum á stað sínum ævilangt, —
vitmaður, en ólíkur föður sínum í skapi.
1 einni heimild er þess getið (eða getið til), að lútersk
trúarsannfæring hafi valdið því, að sr. Sigurður neitaði
föður sínum um alla hjálp í kirkjudeilunum 1548—50, og