Réttur - 01.08.1950, Síða 24
184
RÉTTUR
útlægan að konungsboði, réð öllu og Ari Jónsson kastaði
konungstekjunum í silfri á nasir honum, Lárenzíusi Mule,
til hefnda fyrir rógburð hans. Af Norðlendingum stóð þar
fylking brynjaðra, alvopnaðra manna, 420 saman, og lézt
mundu ráðast gegn fámennum dátaflokki hirðstjórans, ef sá
höfðingi væri eigi auðsveipur. Með því var þess hefnt, að
danskur herflokkur var hafður til að kúga alþingi 1541
undir konungsboð.
Eftir þingið var það, sem Jón biskup hreinsaði klaustrin,
rak þaðan Dani og aðra, sem héldu þeim í konungsnafni,
en setti inn munka að nýju. Á Skálholtsstól hefði hann að
Sigvarði látnum kosið að setja son sinn, Allt, sem hann vann
með þessu „brauki og bramli“, varð honum efni í kersknis-
vísur og gaman, því nú átti lífið við hann og nú þurfti eng-
um að hlífa fyrir spottinu.
Þá gerist tvennt samtímis, að andstæðingar Jóns biskups
kalla hann uppreisnar- og landráðamann, sem hafði svikið
föðurland sitt, en hann segist vera í þessu
ísalandi næsta þarfur
og mikið megna.
Endirinn kom óvænt og snöggt. I stefnuför gegn Daða
var biskup handtekinn 2. okt. 1550, og var þó bæði í þing-
helgi þar á Sauðafelli og í kirkjugriðum. Með honum náðust
báðir synir hans, sem ella hefðu safnað Norðlendingum til
að losa hann úr haldi. Sigurður biskupsson fór á leið til
þess í Hrútaf jörð og sendi menn til Daða að semja um lausn.
En er Daði neitaði, vildi Sigurður eigi berjast við hann,
enda vonaði og treysti á, að síðar yrðu þeir feðgar lausir
látnir.
Eftir að komið var í Skálholt með fangana, þorði hvorki
Marteinn biskup né danski umboðsmaðurinn, Kristján
skrifari, að ábyrgjast geymslu þeirra nema þá Ara, sem
einn þeirra feðga 'hafði tekið því vel að láta alþingi næsta
sumars dæma málin. Jón biskup hefur vænzt danskrar her-