Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 45
RÉTTUR 205 útliti náttúrunnar. Ummæli Visjinskis, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, um þetta mál á þingi Sameinuðu þjóðanna, vöktu athygli um allan heim. Visjinski sagði: „Við munum nota kjarorkuna til að framkvæma mikil verk í hinni friðsömu uppbyggingu. Við ætl- um að nota kjarnorkuna til að brjóta niður fjöll, breyta farvegi fljóta, veita vatni á eyðimerkur, skapa ný lífsskilyrði á stöðum þar sem menn hafa sjaldan stigið fótum“. Maður þarf aðeins að líta snöggvast á jarðlíkan til að sjá að breyta mætti yfirborði jarðarinnar á mörgum stöðum til gagns fyrir mennina. Með aðstoð kjarnorkunnar gætum við breytt farvegi fljótanna í Afríku og beint þeim inn að hjarta meginlandsins. Þessi breyt- ing mundi bæta loftslagið, gera það rakara en nú er. Vatnið mundi verða innilokað í hinni geysilegu skál sem myndar miðhluta Afríku og nær yfir þriðjung álfunnar. Vatnið kæmist nú ekki svo auðveldlega til sjávar, það mundi gufa upp aftur og aftur frá stöðuvötnum og blöðum jurta og falla niður sem regn. Þannig mundi þetta meginland, sem nú er stöðugt baðað í brennandi sól, breyta um svip og eðli; verða miklu þægilegra og byggilegra mönnum. Afríka hefur fáar hafnir frá náttúrunnar hendi. En það er hægt að breyta strandlengjunni og byggja hafnir þar sem þurfa þykir. Andes-fjallgarðurinn í Suðurameríku lokar meginlandið frá hafinu eins og veggur. Járnbrautarlestirnar í Perú fara yfir Andes fjöllin í 4880 metra hæð. Með fáeinum atómsprengjum mætti höggva vítt skarð í fjallgarðinn og fá þannig þægilegan aðgang út að ströndinni. Vindarnir af hafinu mundu koma í gegnum þetta hlið og flytja með sér raka yfir jörðina, sem stöðugt er skrælnuð af þurrki. Allt eins og myndhöggvarinn mótar leirinn í það form sem hann óskar sér, gæti maður endurmótað svip jarðarinnar og breytt strandlengjum landanna eins og bezt hæfir áætlunum hans og tilgangi. Og meira að segja hann getur ekki aðeins umskapað landið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.