Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 15

Réttur - 01.08.1953, Side 15
Kveðizt á um ísland: Kolbeiitslag eftir STEPHAN G. STEPHANSSON [Þeir kveðast á um ísland í dag Kölski og Kolbeinn, ameríska peningavaldið og andi Stephans G. Sú hólmganga milli íslenzkrar alþýðu annarsvegar og amerísks og íslenzks auðvalds hinsvegar, sem fram fer nú á Garðarshólma í hverjum hagsmuna og stjórn- málaátökum, er um leið einvígi íslenzks anda og íslenzkrar erfðar, við amerískt dollaravald, persónugerfing alls þess, sem þjóðirnar hingað til hafa tengt við hugtakið Mammon. Stephan G. Stephansson hefur í myndinni af „höfðingja þessa heims“ og hinum fátseka, vinnandi bónda, þjóðskóldinu, meitlað þessar andstæður þannig að þær brenna sig inn í meðvitund hvers íslendings, sem skilur um hvað er barizt. Og hinar einstöku myndir, hvenær hafa þær átt betur við en í dag: Lýsingin á „Höfðingjanum" og „borginni, er logandi glóði“, af „söfnurum seims1' á hnjákollunum ,,og raðir af frægustu her- kóngum heims með hattinn í lúkunum stóðu“. Og álagasvörin öll, viðvaranirnar lagðar í munn Kölska: „Kauptúnin með hverri þvöru kaupast upp, með lýð og vöru“, — hver hugsar ekki til kosningastefnu auðvaldsins í kauptúnum íslands í dag, — eða „Þú, með öðrum, áður skrifir undir veð, í því sem lifir!“ hvílík ögrun til alþýðu íslands, ekki sízt sveitaalþýðunnar, þegar hinn ameríski Mammon nú heimtar afsal á íslandi sér til handa. Og það, sem Kolbeinn segir, er hann kveður Kölska í kútinn,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.