Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 31

Réttur - 01.08.1953, Side 31
RÉTTUR 167 Á ferju sté Kolbeinn, þar leiðin upp laukst frá landi til skers, út af vogi. í skriði var hending, er stefnið fram straukst, og stuðlar í árar-togi. Því eðli Kolbeins var yfirmeimt. Hann orkaði því, sem er fáum hent, að lepja upp mola um lífsins stig, en láta ekki baslið smækka sig. Hans hugur flaug sjálfstætt og óþvingað í hvem atburð og tíðir og geima. Og venjan við barning er þýðing á því, hann þuríti sig nú ekki heima. Og úttogið fyrsta í árunum kvað, sem ofan í ljóðahaf þrifi: í riddarabrynjunni, Englending að, hve Ólöf reið fjömna í Rifi. Og næst léku stokkarnir stökur við sund um straumbönd ins kjal-tætta löðurs um mannfreka, þrágifta Þórunni á Grund í þjóðhetjutygjum sins föðurs. Og þá átti Norðurland þrjátíu menn, sem þorðu að standa og falla. Og það lengdi stef fyrir stefninu enn. í stuðlana reri hann þá alla! En skerið tók við — tryllt á svip, sem týndra sálna flóttaskip þar lægi hvolft að dómsins dvöl með dauðra svipi reidda um kjöl.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.