Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 37

Réttur - 01.08.1953, Side 37
RÉTTUR 173 KOLBEINN: Árgala á íslenzkt vor og útsýn ljóöa. KÖLSKI: Myrkrið hérna heim skal bjóða hjátrúnaði ríkra þjóða. KOLBEINN: Út munum sækja sannleiksljós og siðagylling. KÖLSKI: Eins og tungl í eldgossfylling eirrauðir af Hafnarspilling! KOLBEINN: Dæmið þar mun rausnarráð til reisnar leggja. KÖLSKI: Á það, sem að svíkur, eggja. Saman fellur hagur beggja! KOLBEINN: Sanngjörn verði vináttan í valdabandi! KÖLSKI: Óheilindin öll í landi æsi hún, að með sér standi! KOLBEINN: Þeir skulu aldrci af sér láta ættjörð kúga. KÖLSKI: Ómennskunni á sig trúa og þeim bezt, sem naprast ljúga. KOLBEINN: Þeir skulu rífka veltuverð á væng og færu. KÖLSKI: Farga bæði frelsi og æru fyrir prís á sauðargæru.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.