Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 46
182
HÉTTUR
ferðinni, án aukinnar tækni eða bættra vinnuaðferða og eingöngu
með auknum þrældómi, eða með orðum Mr. Joyce, varaforseta
E.C.A., „fengin með sömu framleiðslutækjum og sama vinnu-
krafti“, verður verkalýðshreyfingin að snúast algerlega gegn henni.
Nokkur dæmi skýra amerísku aðferðina nánar. í iðnaði Belgíu
hefur fjárfestingin minnkað um 10% en framleiðslan á hvern
verkamann aukizt um 11%. í Danmörku hefur fjárfestingin minnk-
að um 2% etn afköstin aukizt um 5%. í Frakklandi stóð fjár-
festingin í stað en afköstin jukust um 8%, í sama horf stefnir í
Ítalíu.
Sama er reyndin í Japan, 15% fjárfestingaraukning á móti 23%
framleiðsluaukningu. í Bretlandi og Argentínu er verulegur sam-
dráttur á fjárfestingu samfara framleiðsluaukningu. Það er því
ljóst að með amerísku aðferðinni er verkalýðnum ætlað að bera
allar byrðar hervæðingarstefnunnar. Með þetta í huga verður
auðskilin sú geigvænlega aukning atvinnuslysa og sjúkdóma
er átt hefur sér stað í sívaxandi mæli, banaslys er verkalýðurinn
réttilega kallar „Skipulögð morð“. Félagi Saillant sannaði þetta
með óhrekjandi tölum. Síðan 1948 hefur arðránið á verkalýðn-
um sífellt magnazt en gróði auðmannanna vaxið að sama skapi,
eins og hér hefur áður verið bent á. Allt þetta stuðlar að auknu
valdi hringanna og eflir hin neikvæðu áhrif þeirra.
Það er ekki eingöngu verkalýðurinn sem verður fyrir barðinu
á hringavaldinu, smábændur fá einnig að kenna á valdi þeirra
í háu verði á nauðsynjum þeirra og í erfiðleikum við að selja
framleiðslu sína vegna síminnkandi kaupgetu r.lmennings
Barátta vínyrkjubænda i Suður-Frakklandi er einkennandi fyrir
þetta ástand. Þeir geta ekki selt framleiðslu sína vegna þess að
verkalýðurinn verður að neita sér um þéssa vöru. Smákaupmenn
og handiðnaðarmenn sem eiga afkomu sína undir kaupgetu verka-
lýðsins eru undir sömu sök seldir. Það er ómótmælanleg stað-
reynd að á afkomu verkalýðsins byggist afkoma allra annarra
starfsstétta auðvldsþjóðfélgsins.
Staðreyndin er, eins og hér hefur verið sýnt fram á, að innlent
og alþjóðlegt auðvald nær sífellt sterkari tökum á efnahagslífi
þjóðanna með þeim afleiðingum að afkoma fjöldans versnar,
arðránið vex og æ stærri hluti fólksins lifir við sórustu fátækt.
Getur þá verkalýðshreyfingin undir þessum kringumstæðum látið
sér nægja að haga baráttu sinni á sama hátt og áður, berjast fyrir
hækkuðum launum, styttum vinnutíma og öðrum brýnustu dægur-
kröfum, eða verður hún að breyta um baróttu, taka stærri skref
áfram? Eins og nú er ástatt, með drottnun hringavaldsins yfir