Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 48

Réttur - 01.08.1953, Page 48
184 RÉTTUR en það er nauðsynlegt að undirstrika það rækilega að hin vaxandi áhrif amerísku auðhringanna hafa í för með sér vaxandi mót- setningar. Amerisku heimsvaldasinnarnir nota óspart áhrif auð- hringanna á efnahagslíf annarra þjóða til að ná fastari tökum á ríkisstjórnum þeirra. Síðustu viðburðir í heimsmálunum sýna þetta ljóslega. í þessu sambandi er rétt að taka það fram að ríkisvald borg- aranna hefur ávalt verið tæki í höndum sterkustu auðstéttanna, en um langan tíma hélt frjálslynd borgarastétt nokkru jafnvægi milli hagsmuna launþeganna og auðstéttanna. En þetta er að breytast. Fjármálavaldið, er stefnir að óskoruð- um yfirráðum yfir efnahagslífinu, kastar nú fyrir borð öllum erfðum hinnar frjálslyndu borgarastéttar og tekur ríkisvaldið meir og meir í sínar hendur og beitir því sér til framdráttar. Dæmum um þetta fjölgar ört hin síðari ár. í Bandaríkjunum eru það fulltrúar stærstu auðhringanna er fara með völdin í ríkisstjórn, her og flota. í mörgum löndum Vestur-Evrópu hafa stórframleiðendurnir úrsiitaáhrif á gerðir ríkisstjórnanna og beita ^þeim opinberlega fyrir sig. Til að styrkja enn frekar áhrif sín og afla hernaðar- og heimsyfirráðastefnu sinni liðsmanna hafa banda- rísku heimsvaldasinnarnir fundið upp blekkinguna um „hjálp- arstarfsemina.“ Utan yfir búning ræningjans hafa þeir reynt að klæðast kápu ,.velgerðarmannsins“ sem ekkert sparaði til að bæta hag fólksins. Marshalláætlunin, Colombóáætlunin, 4. liður Trumankenningar- innar og Schumanáætlunin ei’U settar fram í þessu skyni. Félagi Saillant hefur þegar rætt um áhrif Marshallstefnunnar á afkomu verkalýðsins í Evrópu, ég mun því frekar halda mér að löndum sem skemmra eru á veg komin efnahagslega. Við byrjum þá á Marshalláætluninni. Hún hófst með því að fluttar voru til Evrópu ýmsar vörur með niðursettu verði eða jafnvel gefins, að kallað var. Þetta átti að sanna velvild og hjálpsemi þeirra. En þessi „hjálp“ varð til þess að auka atvinnuleysið og rýra lífskjörin í þeim löndum, er þáðu hana. Innflutningur véla til Ítalíu varð t. d. 60% af framleiðslu landsins á því sviði og orsakaði lokun fjölda verksmiðja með þeim afleið- ingum að 40 þúsund verkamenn misstu atvinnuna. Slik hrörnun í undirstöðuatvinnugreinum Marshalllandanna varð til þess að sveigja efnahagskerfi þeirra meir og meir að þörfum amerísku heimsvaldasinnanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.