Réttur - 01.08.1953, Page 51
RÉTTUR
187
skipulagi, hafi magn það af kornmat sem er til neyzlu, minnkað
um 10% á mann. Þessi lönd, sem um 1930 fluttu út mikið
af kornvörum, urðu síðastliðið ár að flytjá inn 6 milljónir lesta
af kornvörum. Þetta er þungur áfellisdómur yfir stefnu heims-
valdasinnanna, og þá sérstaklega yfir hinum stóru landeigendum,
sem í þessum löndum eru þeirra höfuð stoð og stytta.
Önnur alvarleg fylgja útþenslu- og arðránsstefnu auðhringanna
er vaxandi öryggisleysi og samdráttur í viðskiptum.
Samkvæmt áðurnefndri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur
útflutningur Marshallandanna í Evrópu minnkað verulega frá
1951, sérstaklega var þessi samdráttur áberandi á fyrstu mánuð-
um ársins 195'3, eða um 6%, miðað við fyrsta ársfjórðung 1952.
Ennþá alvarlegri er þó þessi samdráttur í löndum Asíu, Afríku
og Suður-Ameríku. Samfara minnkandi útflutningi og lækkandi
verðlagi á hráefnum, sem er helzti útflutningur þessara landa,
hefur komið verðhækkun á innfluttum vörum. Þetta hefur skapað
þeim mjög óhagstæðan verzlunarjöfnuð og lamað efnahag þeirra.
Þessi lönd áttu 1950, erlendar innstæður er námu 2,3 þúsund
milljónum dollara, en í dag skulda þau 1.5 þús. millj. dollara.
Þessi versnandi efnahagur hefur leitt til samdráttar á öllum
sviðum.
Örlagaríkur þáttur í öryggisleysinu á viðskiptasviðinu er bann
heimsvaldasinnanna á viðskiptum við lönd sósíalismans. Þessi
þáttur kalda stríðsins hefur vefkt mjög efnahagslega afkomú auð-
valdslandanna en á hinn bóginn skapað Bandaríkjunum aðstöðu
til að koma offramleiðslu sinni út á mörkuðum Asíu og Afríku-
landa. Þá hefur þetta bann orsakað þá kreppu sem nú er í vefn-
aðariðnaði Evrópulandanna. /
Þessi stefna er miðar að auknu áhrifavaldi Bandaríkjanna yfir
efnahagslífinu, verður jafnhliða til að auka mótsetningarnar milli
Bandaríkjanna og Evrópulandanna.
Það er augljóst að þetta ástand öryggisleysis og kreppu bitnar
fyrst og fremst á verkalýðnum. Við höfum þegar nefnt þess
nokkur dæmi svo sem vaxandi atvinnuleysi og fleira. Sérstak-
lega er ástandið í vefnaðariðnaðinum alvarlegt. Nú eru 149 þús.
atvinnuleysingjar í þessari grein í Bandaríkjunum, 160 þúsund
í Ítalíu, 150 þúsund í Bretlandi, 130 þúsund í Japan, 60 þúsund
í Belgíu, 160 þúsund í Indlandi. í Brasilíu eru 30% og í Argen-
tínu 32% allra verkamanna í þessum iðnaðargreinum atvinnu-
lausir.
Með auknu atvinnuleysi fylgir aukið arðrán. í nýlendunum og
hálfnýlendunum lengist vinnudagurinn stöðugt. Barnaþrælkun