Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 54

Réttur - 01.08.1953, Side 54
190 RETT UR af erlendum áhrifum, eða finnst þjóðernistilfinningu sinni mis- boðið af þeim. í því bandalagi á verkalýðurinn að taka forystuna og leiða baráttu þess. Einokunarauðvaldið og ríkisstjórnir þess spyrna æ fastar gegn hagsmunakröfum verkalýðsins. Þess vegna er það nauðsynlegt að barátta verkalýðssamtakanna fyrir þeim verði um leið fjölda- barátta í þeim skilningi að aðrir hlutar alþýðunnar skilji hana og styðji. í Ítalíu eru allar dægurkröfur verkalýðsins tengdar hinni framsæknu efnahagsstefnu CGIL, enda hefur það sýnt sig í fjölda verkfalla og við töku margra verksmiðja í hendur verkfallsmanna, að bændur, smákaupmenn, handiðnaðarmenn og aðrir hafa veitt verkfallsmönnum virkan stuðning með matar- og fégjöfum. Slík fjöldaþátttaka í baráttu verkalýðsins er ávalt vænleg til árangurs. Frómar óskir einar saman nægja ekki til að gera baráttu verka- lýðssamtakanna vinsæla í augum almennings. Til þess verður verkalýðshreyfingin að láta sig skipta hagsmuni annarra stétta sem verða fyrir barðinu á einokunarauðvaldinu. Við hlið þeirra verður hún að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. í sjálfstæðisbar- áttunni verður hún að hafa forystuna og eins í baráttunni fyrir viðreisn efnahagslífsins. Hin alþjóðlega verkalýðshreyfing og þjóðir nýlendnanna skilja æ betur að baráttan fyrir þjóðlegu sjálfstæði er ekki aðeins hugtak, ekki eingöngu tilfinninga- og metnaðarmál, h'eldur grund- vallarskilyrði sem er ákvarðandi um lífsbaráttu fólksins. í nýlendunum og hálfnýlendunum sem ennþá búa við efna- hagskerfi lénsskipulagsins er þjóðlegt sjálfstæði grundvallarskil- yrði fyrir breytingu á því skipulagi og efnahagslegri endurreisn þjóðfélagsins. Almennt talað, getur engin efnahags- né þjóðleg endurreisn átt sér stað í nýlendum né hálfnýlendum, án ger- breytingar á landbúnaðinum, afnáms allra fríðinda lénsvaldsins og skiptingar landsins á milli bændanna. Aðeins slík breyting getur opnað leiðina til framfara, í landbúnaði, iðnaði og verzlun, í stuttu máli, til efnahags- og félagslegra framfara. En slík ger- breyting getur ekki átt sér stað nema að fengnu þjóðlegu sjálfstæði. Þarafleiðandi þýðir þjóðlegt sjálfstæði fyrir þessar þjóðir, brauð, vinnu og mannsæmandi lif, og hlýtur því hagsmunabarátta ný- lendnanna ávalt að verða samslungin sjálfstæðisbaráttu þeirra. í hinum þróaðri auðvaldslöndum sem háð eru höfuðpaur heimsvaldassinnanna birtist sjálfstæðisbaráttan í öðrum myndum, þó henni að sumu svipi til nýlendnanna. í þessum auðvaldslöndum sveigir yfirráðaþjóðin efnahagslífið í þá átt er henni hentar, eins

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.