Réttur


Réttur - 01.08.1953, Síða 64

Réttur - 01.08.1953, Síða 64
200 RÉTTUR hana volduga fjöldabaráttu um þvert og endilangt landið, en það er þátttaka fjöldans er úrslitum ræður. Viðreisnaráætlun okkar lagði grundvallarlínurnar og setti tak- markið. Á þeim grundvelli gerði svo hvert hérað og bær sínar kröfur um nauðsynlegar framkvæmdir. Hvert landsfélag gerði athuganir og tillögur á sínu sviði. Þetta hefur vakið óskiptan áhuga verkalýðsins, sem í hverju einasta héraði landsins hefur, í samráði við iðnaðarmenn, kaupmenn, lækna og kennara, gert héraðsáætlanir og lagt fram sínar sérkröfur. Fyrsti árangur þessarar baráttu sýndi sig meðal hinna fátæku bænda og landbúnaðarverkamanna Suður-Ítalíu. í Kalabríu, Sikiley, Sardiniu, Apulia og Abruzzi risu bændurnir upp, tóku lönd stórjarðeigendanna og hófu á þeim ræktun Ríkisstjórnin reyndi að reka þá af löndunum með valdi, en þeir veittu öflugt viðnám. Margir féllu, særðust og voru fangelsaðir, en þeir héldu velli. Við unnum sigur. Mörg hundruð þúsund ekrum lands hefur þegar verið skipt milli bænda. Þetta er aðeins byrjunin, baráttan heldur áfram. Þetta aflaði verkalýðssambandinu óhemju vinsælda meðal hinna fátækustu og hafði jafnhliða mikil áhrif á millistéttirnar. Eftir að hafa árangurslaust reynt að stöðva þessa hreyíingu bændanna, fann ríkisstjórnin sig knúða til að leggja fyrir þingið frumvarp að lögum er gerðu ráð fyrir að verja á næstu 10 árum 1.200.000 milljónum líra til endurreisnar á Suður-Ítalíu. Þessar framkvæmdir eru nú hafnar. Þetta er að vísu ekki mikið, í hlutfalli við þarfirnar, en á tíma er ríkisstjórnin leggur höfuðáherzlu á hervæðinguna er það veru- legur ávinningur að fá þessa upphæð til efnahagslegrar upp- byggingar. Hér er svo annað dæmi: í Vomanodalnum hafði fyrir stríð verið ákveðið að reisa fimm rafmagnsstöðvar. Byrjað var á verkinu en framkvæmdum hætt í stríðsbyrjun og ekki hafið aftur. Um leið og endurreisnaráætlunin var lögð fram kröfðust verka- lýðsfélögin í dalnum að byggingu rafstöðvanna væri hafin. Raf- magnshringurinn, sem hlut átti að máli, taldi sig enga peninga hafa til þeirra framkvæmda, og ríkisstjórnin taldi sig ekkert geta að gert. En verkamennirnir í 30 sveitarfélögum héraðsins hófu „öfug verkföll“, byrjuðu á stíflugörðunum og öðrum framkvæmd- um. Lögreglan rek þá í burtu en þeir komu jafnharðan til baka. Á þessu gekk hvern einasta dag mánuðum saman. íbúar héraðsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.