Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 66

Réttur - 01.08.1953, Page 66
202 RÉTTUR Við þá rannsókn kom í ljós að landbúnaðinn vantaði um 80 þúsund dráttarvélar til þess að véltækni hans gæti talizt viðun- andi, að járnbrautirnar vantaði þúsundir farþegavagna auk hundr- uð nýrra eimreiða. Verzlunarflotann vantaði einnig skip til far- þega- og vöruflutninga. Við gerðum þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún gerði ráðstaf- anir til að bæta úr þessum þörfum, í stað þess að loka verksmiðj- unum. í þessari kröfu höfum við stuðning alls þorra fólksins. Hvenær sem atvinnurekandi ætlar að loka verksmiðju veitir verkalýðurinn viðnám. Hann tekur verksmiðjuna á sitt vald og heldur áfram að vinna, í vitundinni um það að þjóðfélagið þarf á vinnu hans að halda. í Reggio Emilia höfðu hinir 4 þúsund verkamenn „Reggiane11- verksmiðjuna á valdi sínu í heilt ár. Á þeim tíma byggðu þeir stórar dráttarvélar af alveg nýrri gerð, mjög hagkvæmar fyrir ítalskan landbúnað, til að sanna hæfni verksmiðjanna til að þjóna landi sínu. íbúar borgarinnar hindruðu afskipti ríkisvaldsins af verkamönnunum. Allt árið sem innisetan varaði, sáu aðrir íbúar borgarinnar og héraðsins í kring, verkamönnunum og fjölskyldum þeirra fyrir fæði og öðrum nauðsynjum. Hugsið ykkur, félagar, hvað til þarf að fæða og klæða 4 þúsund verkamenn og fjölskyldur þeirra í heilt ár, á þessu sjáið þið hve rík samúðin er með baráttu verka- mannanna. Þessari baráttu lyktaði með samkomulagi, hagstæðu verka- mönnunum. í skipasmíðastöðinni ,,Ansaldo“ — í Genua, átti að segja upp þúsundum verkamanna. Þeir neituðu að yfirgefa verkstæðið og hófu smíði stórs farþegaskips, sem fyrir lá teikning að. Eftir margra mánaða „innisetu“ og margar kröfugöngur í borginni, voru uppsagnirnar teknar til baka og nú er skipið, sem verka- mennirnir hófu smíði á, fullbyggt og eitt glæsilegasta skip ítalska verzlunarflotans. Stríðsæsingamennirnir reyna að telja fólki trú um að kreppan í málmiðnaðinum verði leyst með aukinni vopnaframleiðslu. Gegn þessari stefnu hruns og fátæktar, teflum við okkar stefnu end- urreisnar og friðar. Við krefjumst þess að 15% af afgjaldi stórjarðeigna sé fest í nýjum landbúnaðarframkvæmdum. Við krefjumst einnig hag- kvæmra ríkislána með lágum vöxtum, sem varið sé til vélvæð- ingar landbúnaðarins. Á þennan hátt berjumst við gegn kreppunni í vélaiðnaðinum og vinnum um leið að hagsmunum landbúnaðarins.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.