Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 69

Réttur - 01.08.1953, Page 69
17. Júní 1944 eftir JAKOBÍNU SIGURÐARDÓTTUR Loksins frjáls f>ú fagnar sól og degi, frelsisdraumsins þjóS. Berst meÓ loftsins öldum ómsins vegi allra klukkna IjóS. Heilög gleði brœrir alla strengi, heit og klökk er lund. Þakkir, feSur! ÞráS var sárt og lengi ^ þessi dýra stund. Gleggst mun fanginn frelsisdrauminn skilja feSur, svo er enn. Skópu ekki fangbrögS frosts og bylja frjálsa, sterka menn? Heitast brennur brjóstsins þrá I tötrum brosi land og scer. Tám og hœlum hörpusveinn í fjötrum helga strengi slœr. Þung var fœrSin oft og örSug sporin yfir hraun og sand. Isavetur, auSur sjór á vorin, illa numiS land.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.