Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 77

Réttur - 01.08.1953, Side 77
RÉTTUR 213 sveit í Ungverjalandi, háskóla, sem var svo nýr, að helm- ingur byggingarinnar var ennþá í steypumótunum. Þarna eru hundruð ungra stúdenta, piltar og stúlkur frá bænda- býlunuin, við nám í efnaverkfræði til að gera sig fær um að takast á hendur stjórn og endurbætur á hinmn nýju koks- ofnum, olíuhreinsunarstöðvum og alúmíníum-verksmiðjum, sem nú þjóta upp hvarvetna í landinu. Það sem uppgötvað hefur verið í hinum sósíalistíska þriðjungi heimsins eru aðferðir til að leysa úr læðingi og þroska það dýrmætasta af öllum náttúruauðæfum, hina ótakmörkuðu hæfni og snilligáfu mannsandans. Það er þetta sem er byrjað að gefa vísindum þeirra og tækni yfir- burði yfir auðvaldslöndin og nú hefur komið í ljós á sviði kjarnorkunnar. Því að það er ekki aðeins í fræðslumálum, sem hið nýja einkenni sósíalistískra vísinda hefur komið í Ijós, heldur einnig á sviði rannsókna og tilraunastarfsemi. Ný tegund vísindakerfis hefur vaxið úr grasi og verið reynd í fram- kvæmd. Nýr gróskumikill sproti hefur verið græddur á gamlan stofn — vísindaakademíurnar, sem urðu til á fyrstu eldmóðs- og hrifningarstundum borgarastéttarinn- ar yfir vísindunum á sautjándu og átjándu öld, en síðar höfðu breytzt í mjög virðulegar en alveg óvirkar klíkur hinna lærðu. Þær hafa nú verið vaktar til lífsins með því í fyrsta skipti í tvö hundruð ár, að fá þeim mikilvæg, raun- gild verkefni. Allsherjarakademía Sovétríkjanna er arf- taki hinnar gömlu Akademíu Péturs mikla og það myndi gleðja hug hans að sjá hana nú. Hún er nú orðin fasttengt samband stofnana, samþjappað i Moskvu og Leníngrad, en nær þó til alls ríkisins og hefur í þjónustu sinni þrjátíu og tvö þúsund vísindamenn. Hún stendur ekki ein, heldur er hún studd af hinum minni akademíum tólf sambands- lýðvelda og starfi hinna sérgreindu Landbúnaðarakademíu og Læknaakademíu. Akademíur þessar gæta í sameiningu grundvallar vis-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.