Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 84

Réttur - 01.08.1953, Page 84
220 RÉTTUR tunnur af saltaðri Faxasíld og 3000 tonn af frystri Faxa- síld og auk þess 80 þúsund tunnur af Norðurlandssíld. 1 stað þess kaupa íslendingar ársbirgðir af brennsluolíum og benzíni, sementi og steypujárni, ennfremur kornvörur o. fl. Þetta eru langhagstæðustu verzlunarsamningar, sem ís- lendingar hafa gert, síðan viðskiptin við Sovétríkin voru rofin. íslendingar selja vörur, sem eru nær óseljanlegar í Marshalllöndunum á ágætu verði. Salan til Sovétríkjanna á freðfiski gefur t. d. um það bil helmingi hærra fiskverð en salan til Bandaríkjanna. Vörur þær, sem íslendingar fá í staðinn jafngilda dollaragreiðslu. Verðið er heims- markaðsverð á hverjum tíma. — Má af þessu marka hvílíkt gífurlegt tjón íslenzka þjóðin hefur beðið af viðskiptastríði því gegn Sovétríkjunum, sem hafið var fyrir sex árum að fyrirskipun Bandaríkjanna og staðið hefur síðan. Samningurinn við Sovétríkin kom í veg fyrir að fisk- framleiðsla íslendinga stöðvaðist. Að öðru leyti hefur al- menningur haft minni hag af þessum hagstæðu samning- um en efni standa til. Innflutningur varanna frá Sovétríkj- unum var afhentur einstökum innflytjendum til þess að þeir gætu tekið af honum fyrirhafnarlausan gróða. Olían er t. d. ódýrari í innkaupi en áður, þar sem farmgjöld eru lægri, en heimsmarkaðsverð hafði ekki hækkað. Olíu- verðið var samt ekki lækkað af þeim söknum. Af olíuinn- flutningnum frá Sovétríkjunum munu íslenzku olíufélögin taka 20—30 millj. króna gróða á ári fyrir enga þjónustu. Breytingar á ríkisstjórninni. Eftir kosningarnar sagði ríkisstjórnin af sér og munu þegar hafa verið hafnir samningar milli stjórnarflokkanna um endurskipun hennar. Þó var um skeið rætt við Alþýðu- flokkinn um þátttöku, og m. a. bar á góma minnihluta- stjórn Framsóknar og Alþýðuflokksins. 11. september var nýi ráðherralistinn birtur. Ólafur Thors var forsætisráð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.