Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 85

Réttur - 01.08.1953, Page 85
RETTUR 221 herra. Tveir ráðherrar, þeir Hermann Jónasson og Björn Ólafsson hurfu úr stjórinni, en i stað þeirra komu Kristinn Guðmundsson og Ingólfur Jónsson. Aðalbreytingin í verka- skiptingu ráðherranna var sú að Kristinn Guðmunds- son tók við utanríkismálunum, en undir hann á einnig að heyra nýtt ráðuneyti ,,varnarmáladeild“, sem á að hafa með höndum yfirstjórn viðskiptanna við hernámsliðið. Verður það dýrasta ráðuneyti, sem sögur fara af á íslandi, mun kosta a. m. k. eina milljón króna á ári. Bjarni Bene- diktsson fer með dómsmál og menntamál. Þessi nýja mannaskipan boðar enga stefnubreytingu. Þó munu sumir hafa tekið fjarlægingu Bjarna Bendiktssonar úr utanríkisráðuneytinu, sem nokkurt undanhald fyrir kröfum hinna mörgu, sem voru orðnir langþreyttir á dólgs- legri framkomu þessarar amerísku leikbrúðu. En Bjarni Benediktsson og menn af hans gerð, verða þó eftir sem áður raunverulegir stjórnendur utanríkismálanna. 9. þing Sósíalistaflokltsins var haldið í Reykjavík um mánaðamótin október—nóv- ember s.l. ár. Umræður urðu mjög ýtarlegar um stefnu flokksins og starf og margar gagnmerkar ályktanir sam- þykktar. Helztar þeirra voru: Stjórnmálaályktun, ályktun um verkalýðsmál og um lærdóma desemberverkfallsins 1952. Flokksþingið staðfesti þá stefnu, sem mörkuð var af síðasta flokksþingi með ávarpi til íslendinga og fram- kvæmd hennar á tímabilinu svo og stefnuskrá þá, sem birt var fyrir kosningarnar síðastliðið sumar. I stjórnmálaályktuninni segir að mikilvægasta verkefni flokksins nú, sé að bjarga þjóðinni úr helgreipum ameríska auðvaldsins, og aðferðin er til sigurs leiði, sé að sameina öll þau öfl, sem á einu eða öðru sviði vilja berjast gegn því. Þá er bent á hina miklu sigra, sem náðst hafa í hags- munabaráttu verkalýðsins fyrir forgömgu flokksins í hin-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.