Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 89

Réttur - 01.08.1953, Page 89
RÉTTUR 225 þýðuflokkurinn og íhaldið biðu fram sameiginlega. í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur fengu sameiningarmenn nú 42% atkvæða, en Alþýðuflokksmenn fengu miklu færri atkvæði en síðast þegar kosning fór fram í félaginu. Er auðséð á atkvæðatölunum, að sameiningarmenn eru þegar í meiri- hluta meðal starfandi sjómanna. Á Akureyri og á Húsavík, þar sem verið hefur tvísýn barátta við stjórnarkjör undan- farin ár, urðu sameiningarmenn sjálfkjörnir. í Félagi járn- iðnaðarmanna í Reykjavík unnu sameiningarmenn við stjórnarkjör, með miklum meirihluta. í mörgum félögum hafa sameiningarmenn aukið atkvæðamagn sitt og sum- staðar fengið hreinan meirihluta og tekið við stjórn þar sem samsteypa afturhaldsflokkanna hefur farið með völd um skeið. Bæjarstjórnarkosningarnar. Við bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í janúarlok urðu engar stórbreytingar. í Reykjavík urðu úrslitin þessi: Sjálfstæðisflokkur 15.9602 atkv., Sósíalistaflokkur 61.07, Alþýðuflokkur 4274, Þjóðvarnarflokkur 3260, Framsókn- arflokkur 2321. Ráðamenn Sjálfstæðisfl. neyddu Lýðveld- isflokkinn til að bjóða ekki fram að þessu sinni. Um langt skeið hefur það verið föst regla að andstöðu- flokkar Ihaldsins hafa fengið færri atkvæði við bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík en við Alþingiskosningar. Svo varð einnig að þessu sinni, ef Þjóðvarnarflokkurinn er undanskilinn. Þó tapaði Alþýðuflokkui’inn mestu. Þrátt fyrir meirihluta sinn í bæjarstjórn, hefur Sjálfstæðisflokk- urinn minnihluta kjósenda á bak við sig. I upphafi kosningabaráttunnar gaf Sósíalistaflokkurinn út yfirlýsingu, sem send var öllum andstöðuflokkum íhalds- ins í Reykjavík. Var þar sýnt fram á nauðsyn þess, að flokkar þessi gerðu þegar í stað með sér bindandi málefna- samning um stjórn bæjarins eftir kosningar og að um þennan málefnasamning yrði kosið. Æskilegast væri að flokkar þeir, er að málefnasamningnum stæðu hefðu með 15

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.