Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 96

Réttur - 01.08.1953, Side 96
232 155 „Sittu heil í helgum friði hafsins regin-djúpi á. Upp á foldar efsta riði ekkert vald þér granda má. Beindu geislum eins og áður, inn á lífsins myrkrasvið, unz þinn viti, víða smáður, vex og lýsir yztu mið.1' Svo segir skáldið í „Eyjan mín“. og í næstu vísu á undan lauk samjöfnuði skáldsins á íslandi við önnur ,,stórveldi“ svo: „Róm má eiga Sesar sjálfan, síðsta ríkið Washington, Bretaveldi heiminn hálfan, — Hún á Þorstein Erlingsson.“ Páll Bjarnason er fæddur í Mountain í Norður-Dakota 27. marz 1882, en frá 1906 hefur hann búið í Canada og nú á hann heima í Vancouver. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason Pálssonar, bróð- ursonur séra Þorsteins Pálssonar á Hálsi, og kona hans Gróa Jóns- dóttir Níelssonar (klénsmiðs), er bjó að Kálfafelli í heiðinni uppaf Vopnafirði. Foreldrar hans flutt- ust til Ameríku 1873, sama ár og Stephan G. og foreldrar hans. Bjuggu þau fyrstu 8 árin í Wisconsinríki — (Útsölu á „Fleygum" hefur Davíð Björns- son. 702 Sargent Ave., Winnipeg.)

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.