Réttur - 01.01.1957, Síða 126
12 6
RÉTTUR
nein þörf á að grípa til róttækra breytinga til að leysa þessar
andstæður, er eigi að síður nauðsynlegt að fjarlægja þær í tíma.
Er hægt að fyrirbyggja mistök, ef grundvallarkerfið samsvar-
ar hlutverki sínu og daglegar andstæður hafa verið fjarlægðar
(samkvæmt rökþróuninni eru þessar andstæður á stigi „megin-
breytinga“)? Þetta er ekki svona einföld spurning. Skipulagið
hefur úrslitaþýðingu, en skipulagið er þó engan veginn almátt-
ugt í sjálfu sér. Hversu gott sem skipulag kann að vera, getur það
ekki fyrirbyggt alvarleg mistök í starfi. Eftir að komið hefur
verið upp lýtalausu skipulagi, er í fyrsta lagi nauðsynlegt að geta
beitt þessu skipulagi á réttan hátt, að framfylgja réttri stjórn-
málastefnu, að beita réttum aðferðum og stíl í starfi. Bregðist
það, kunna að verða gerðar alvarlegar villur og slæmar starfs-
aðferðir kunna að verða teknar upp, jafnvel þótt ekkert sé að
skipulaginu að finna og stjórnmálakerfið sé í góðu lagi.
Framangreind vandamál ætti að leysa með hjálp samansafn-
aðrar reynslu og með hagnýtri prófun. Þau verða ekki leyst á
svipstundu. Ennfremur eru aðstæðurnar sífellt að breytast. Ný
vandamál koma upp, þegar þau gömlu eru leyst, og það er ekki
til nein lausn, sem er rétt á öllum tímum. Frá þessu sjónarmiði
skoðað er það sízt að undra, þó að í sósíalistísku löndunum, þar
sem heilbrigður grundvöllur hefur þegar verið lagður, komi enn
fyrir ágallar á sumum tengiliðunum milli framleiðsluhátta og yf-
irbyggingarinnar, og að enn hendi eitt og annað víxlspor pólitík
flokksins og ríkisins, í vinnubrögðum og stíl.
í sósíalistískum löndum er það hlutverk flokksins og ríkis-
ins að koma með aðstoð fjöldans, hinna samvirku afla, í heil-
brigt horf hinum ýmsu tengiliðum efnahags- og stjórnmála-
kerfanna, að draga fram í dagsljósið í tíma mistök í starfi og
leiðrétta þau. Auðvitað getur hinn huglægi skilningur leiðtoga
flokks og ríkis á veruleikanum aldrei nákvæmlega samsvarað
hinum hlutlæga veruleika. Ýmsar staðbundnar og tímabundnar
villur í starfi þeirra munu því ailtaf vera óhjákvæmilegar. En
alvarleg mistök, er varða hag alls landsins og hafa varanlegar
afleiðingar, má fyrirbyggja, ef trúlega er fylgt vísindum díal-
ektískrar efnishyggju marxismans og kappkostað að þróa þessi
vísindi, svo framarlega sem ófrávíkjanlega er fylgt grundvallar-
reglunni um lýðræðislegt miðstjórnarvald í flokki og ríki, svo
framarlega sem raunverulega er treyst á alþýðuna.
Sumar af villum Stalíns urðu á síðasta skeiði æfi hans að vill-
um, sem vörðuðu hag alls landsins og voru varanlegs eðlis, og
það var ekki hægt að leiðrétta þær í tíma einmitt af því, að
hann hafði að verulegu leyti og að vissu marki einangrað sig