Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 2

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 2
66 R E T T U R sósialistisks alþýðuflokks, — því alþýðan er yfir 90% þjóðarinnar. Og verkalýðurinn sem framsæknasta stétt þjóðarinnar hlýtur eðli- lega að setja sér þetta mark og vinna til fylgis við sig um það beztu menntamenn þjóðarinnar, og þá bændur og borgara, sem láta sig velferð þjóðarheildarinnar varða. Þess vegna hefur Sósiaiistaflokkurinn fró upphafi vega tckið for- ustuna i hinni nýju sjólfstæðisbaróttu Islendinga, er hófst með her- nómi Brcta 10. maí 1940 og hefur síðan verið höfuðatriði islcnzkra stjórnmóla, og Sósialistaflokkurinn hefur allt þetta timabil verið það afl, sem aldrei hefur bilað né brotnað. Einstaklingar og félög úr öðrum flokkum og utan þeirra hafa barist góðri baróttu um skcið, sumir þcirra svo horfið fró eða tekið sér hvíld, en hin sósialistiska al- þýða hefur alltaf verið bjargið, sem ei bifaðist i ofsóknum og galdra- hríðum. Auðvitað hefur verkalýðurinn og aðrar vinnandi stéttir um leið orðið að sinna sínum hagsmunamólum, cnda er stéttabaróttan fyrir velferð og frelsi vinnandi stéttanna, cigi aðeins í fullu samræmi við, heldur og snar þóttur í allri raunverulegri sjólfstæðis- og fram- farabaróttu hverrar þjóðar. Það væri eðlilegt að þjóð vor öll, — minnug þess hvernig 6 alda nýlendu-undirokun þjáði hana, — sameinaðist í þjóðfrelsisbarátt- unni og lyfti um leið samhuga Grettistaki efnahagslegra framfara. Svo var og að nokkru, undir andlegri forustu Sósialistaflokksins, á fyrstu árum lýðveldisins. Nýsköpunarstjórnin og neitunin á 99 ára herstöðvunum var eitt tákn slíkrar þjóðareiningar og þeirra mögu- leika, sem sameiginlegt átak þjóðarinnar allrar skóp. Þá laust hrammi amerísks auðvalds á íslenzkt stjórnmálalíf og hefur sú loðna loppa síðan viljað ráða miklu um hvað íslendingar aðhefð- ust. Ofstækismenn íslenzkrar borgarastéttar úr þrem flokkum gerð- ust þá erindrekar hinnar erlendu yfirgangsstefnu. Atökin um framtíð þjóðarinnar urðu hin örlagaríkustu og standa enn. Afturhaldsöfl úr öllum þcssum flokkum hjólpuðust að því að nota ríkisvaldið til þess að ryðja crlcndu valdi braut inn ó Island. Og þar með gerðu þeir það að höfuðatriði islcnzkra þjóðfrclsissinna að nó rikisvaldinu úr höndum þcirra. * Allt þetta skeið, frá 1942 til 1959, voru valdahlutföllin milli höf- uðstétta íslenzks þjóðfélags, verkalýðsins annars vegar og atvinnu-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.