Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 11

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 11
R É T T U R 75 unar, og það hefur gert þeim ókleift að færa sér í nyt afrek vísind- anna í baráttunni við hungur. Ef geta tæknivísinda er tekin til greina, eru aðeins 20% ræktan- legs lands á jörðinni ræktað núna. Hvernig stendur á þessu? Vegna þess að einkagróði er mælikvarðinn á nytsemi landbúnaðarins. Landbúnaður er einskis metinn vegna þess að hráefni og matvara eru miklu ódýrari en verksmiðjuframleiðsla. Þetta var einhver fyrsta afleiðingin, sem sigldi í kjölfar nýlendustefnunnar. Það var ný- lendustefnan, sem skapaði verðmismuninn á iðnaðar og landbún- aðarvörum og afleiðingin var sú, að áhugi fyrir framförum í land- búnaði hvarf að mestu leyti. En auk þess er mögulegt að auka landbúnaðarframleiðslu jafn- vel þótt allt ræktanlegt land hefði verið tekið til ræktunar. Ef nauð- synlegt fjármagn, vélar og vinnuafl væru fyrir hendi á ákveðnu, takmörkuðu svæði, gæti afraksturinn aukizt 5—6 sinnum. Það eru því hreinræktuð ósannindi að segja, að land og fram- leiðslutæki til fæðuöflunar vanti. Miðað við þá tækni, sem nú er, er hægt að fæða tíu sinnum fleiri íbúa en búa á jörðinni núna. Og ef tæknilegar framfarir verða í framtíðinni svipaðar og þær hafa verið síðustu árin verður mögulegt að fæða hundrað sinnum fleira fólk, því að núna er sterkur möguleiki fyrir uppgötvun gerviefna úr lífrænum efnasamböndum. Við þurfum þá ekki að bíða lengur eftir því, að náttúran þroski ávexti sína fyrir okkur. Við fáum þá í framtíðinni á stuttum tíma úr efnafræðistofnunum. Og jafnvel þótt við búum ekki við neinar skýjaborgir og höldum okkur aðeins við raunveruleikann, er óhætt að segja að afrek nútímavísinda afsanni allar kenningar Malthusar og lærisveina hans um hættuna á offjölg- un mannkynsins. Kenningar Malthusar sýna samvizkubit nýlendukúgaranna Malthus kom fram með kenningu sína á þeim tíma iðnhyltingar- innar, þegar ríkjandi stéttir Bretlands voru að fremja ódæðisverk sín í Indlandi og þörfnuðust einhvers öryggisventils fyrir samvizku sína, það er að segja, ef þær höfðu einhverja samvizku. Takmark þeirra var að sigra Indverja og brjóta þá á bak aftur, eyðileggja vefnaðariðnað þeirra og ineð því gefa þá hungurkóngnum á vald. Einhver rétllæting var álitin nauðsynleg fyrir þessu, — að ekki væri það Bretum að kenna, „að Indverjum fjölgaði allt of ört.“ —

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.