Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 6

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 6
70 K E T T U K vinnandi sléttanna þarf fyrst og fremst að nota í þágu þjóð- frelsisins: tryggja sjálfstœði Íslands, tilveru og viðgang ís- lenzks þjóðernis, eflingu íslenzkrar menningar. Þetta ríkis- vald þarf og að nota til þess að rétta hlut vinnandi stéttanna, tryggja þeim stöðugar, varanlegar kjarabætur á grundvelli þeirra framfara í atvinnulíjinu, sem viturlega rekinn áœtlun- arbúskapur veitir. Og þetta ríkisvald verður einnig þeirri atvinnurekendastétt til hagsbóta, sem vinna vill að eflingu íslenzlcrar framleiðslu í þágu Islendinga sjálfra. Það er hið mikla sögulega hlutverk Sósialistaflokksins og Alþýðubandalagsins að skapa um þetta volduga verkefni þá þjóðfylkingu lslendinga, sem veldur því og bjargar þarmeð íslenzkri þjóð á mestu örlagastund hennar. ÞEI RRA EIGI N ORÐ „Við þurfum meira landsvæði, það er ekki seinna vænna að gera sér grein fyrir því. Sérstaklega verður hin uppvaxandi kynslóð að hafa þetta í huga.“ (W. Stain, vinnumálaráðherra í Bayern, í Aschafjenburg, 1. ágúst 1959.) „Við verðum að endurheimta landssvæði Þýzka Heimsveldisins frá 1937. Við megum aldrei gefa upp á bátinn landssvæðin handan Oder-Neisse, né Bæheim og Mæri.“ (Baron von Richthafen, á fundi í Kaufbeuren, Bayern, maí 1959.) „Það er köllun Súdeta-Þjóðverja að frelsa Austur-Rvrópu, og í þessu verða þeir að taka forystuna.“ (Seebohm, marz 1960.) „Við megum ekki gefa austurhéruðin upp á bátinn. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að baráttan um þýzku austurhéruðin er rétt að byrja.“ (Helluiege, í Boppard, 7. febr. 1960.) (Tilvitanirnar að jinna í International Afjairs, 11. nóv. 1961, bls. 112—115.)

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.