Réttur


Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 15

Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 15
R E T T U R 79 þið verðið hlýðin og góð börn skulum við kaupa af ykkur mikið af sykri og borga ykkur mikla peninga fyrir, en annars .... En alltaf eru til föðurlandsvinir sem unna frelsi og sjálfstæði öllu öðru fremur og voru jafnvel fúsir til að fórna sykrinum á altari frelsisins. Árið 1932 gerði t. d. Kúba tilraun til að losna undan yfir- ráðum Bandaríkjanna, og Bandaríkin, sem hingað til höfðu keypt 5 milljón sekki af kúbönskum sykri á ári, minnkuðu kaupin niður i 2 milljón sekki næsta ár. Afleiðingin var kreppa í landinu, og efna- hagslífið fór úr skorðum. Sykur var % útflutningsframleiðslu Kúbu; í Boliviu var það tin; í Venezuela olía og í Braziliu kaffi. Þessi teg- und efnahagslegrar sérhæfingar er önnur dapurleg afleiðing ný- lendustefnunnar, því að hún gerir efnahagslíf landsins óöruggt og öðrum háð. Og við slíkai aðstæður er aldrei hægt að losna við hungur. En öllu þessu er hægt að breyta. Og dæmið um sjálfa Kúbu er sönnun þess. Árið 1948 framleiddi Kúba aðeins sykur og flutti inn baunir og hrísgrjón, sem voru 140 milljón dollara virði. Það ætti enginn að gleyma „göfuglyndi“ Bandaríkjanna i þessum viðskipt- um. Árið 1958 borguðu þau Kúbu 60 milljón dollurum meira fyrir sykurinn en fengizt hefði á heimsmarkaðinum. En það var sama „göfuglyndið“, sem fékk Bandaríkin til að selja Kúbu baunir og hrísgrjón fyrir 140 milljón dollara. Sannleikurinn er sá, að það var ekki verð sykursins sem Bandaríkjamenn greiddu Kúbu heldur verð- ið fyrir baunirnar og hrísgrjónin sem bandarískir bændur græddu á. Hér var aðeins um örlitla endurgreiðslu að ræða. Árið 1960, en þá var meir en ár liðið síðan byltingin átti sér stað, ræktuðu Kúbu- búar á sinni eigin jörð baunir, sem voru 40 milljón dollara virði og hrísgrjón, sem voru 50 milljón dollara virði. Kúba er nú að öðlast efnahagslegt sjálfstæði og frelsi. En landið er sama og það var og loftslagið er hið sama. Engar breytingar hafa orðið á náttúru lands- ins. Það, sem breytzt hefur á Kúbu er efnahagsskipulagið, landið er ekki lengur undir oki nýlendukúgunar. Nýlendustefna i alþjóðagervi. Örfá orð ættu að nægja um Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Þessi stofnun er „alþjóðleg“ að því leyti að mörg lönd taka þátt í henni; en sætunum í stjórn sjóðsins og atkvæðunum, sem kjósa i stjórn- ina er skipt milli landa í hlutfalli við það framlag, sem hvert lætur

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.