Réttur


Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 42

Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 42
106 R É T T U R Hið tviþætta eðli borgarastéttarinnar. Stjórn innlendrar borgarastéttar var íröksku þjóðinni nýtt fyrir- brigði. Hið tvíþætta eðli borgarastéttarinnar, einkum hinn andlýð- ræðislegi þáttur, var fólkinu og jafnvel mörgum byltingarsinnum ekki nægilega ljóst. Hinn jákvæði þáttur hafði dregið að sér aðal- athyglina á tímabilinu fyrir byltinguna. A öðru ári byltingarinnar, þegar borgarastéttin byrjaði að svíkja loforð sín um frelsi og lýðræði, varð fólkið að láta undan síga og Kommúnistaflokkurinn að taka starfsaðferðir sínar til endurskoð- unar. Fólkið gat nú séð með eigin augum hið sanna eðli borgara- stéttarinnar og við þessar aðstæður benti flokkurinn ó þær baráttu- aðferðir, sem hæfðu pólitískum þroska og skipulagi alþýðustétt- anna. Hann leitaðist við af þolinmæði að fá fólkið til að skilja af- stöðuna til hinnar innlendu borgarastéttar svo og eðli og markmið byltingarinnar. Byltingin færði landinu pólitískt sjálfstæði. Irak varð borgara- legt lýðveldi. En það hefur ekki þingræðisstjórn. Borgarastéttin hef- ur ekki uppfyllt þær kröfur, pólitískar, félagslegar og efnahagslegar, sem lýðræðisöflin hafa sett fram. Það er þess vegna, sem byltingin hefur ekki náð tilgangi sínum, heldur þvert á móti verið horfið frá hinum upphaflegu markmiðum, vegna ólýðræðislegrar stefnu borg- arastéttarinnar. Þetta ber þó ekki svo að skilja, að hin innlenda borgarastétt hafi endanlega svikið byltinguna eða gefizt alveg upp fyrir heimsvaldasinnunum og afneitað grundvallaratriðum bylting- arinnar. En þetta sýnir að hún er sjálfri sér ósamkvæm, hikandi og hneigð til undanlátssemi. Stefna verkalýðsstéttarinnar gagnvart borgarastéttinni er því tví- þætt: Annars vegar styður hún allar aðgerðir stjórnarinnar gegn heimsvaldasinnunum og framfaraviðleitni hennar, hins vegar berst hún gegn öllum afturhaldstilhneigingum. Þessi afstaða mótast af tvíeðli borgarastéttarinnar og mjög mikilvægt er að gera sér ljóst, hver þátturinn er mestu ráðandi á hverjum tíma. Kommúnistaflokkurinn lítur ekki á borgarastéttina sem samstæða heild. „Andstæðurnar milli hinna ýmsu hluta hinnar þjóðlegu borg- arastéttar, þ. e. á sviði iðnaðar, verzlunar og landbúnaðar, sem byggjast á mismunandi fjármagnseign, mismunandi þátttöku í efna- hagslífinu og aðstöðu gagnvart stjórnarstefnunni, hafa bein áhrif á pólitíska afstöðu þeirra," segir í ályktun flokksstjórnar Kommún- istafiokksins.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.